Við erum sérfræðingar í göngu- og hlaupagreiningum  –  Veljum skó eftir fótlagi og niðurstigi

greining1

Göngu- og hlaupagreiningar

Eins og Fætur Toga er staðsett að Bæjarlind 4 í Kópavogi. Hjá Eins og Fætur Toga starfar reynslumikið fagfólk sem hefur sl. 10 ár tekið nálægt 50.000 íslendinga í göngu- og hlaupagreiningu.

Eins og Fætur Toga vinnur náið með íþróttahreyfingunni og fagaðilum í heilbrigðisstétt.

Eins og Fætur Toga er á ferðinni um landið með göngu- og hlaupagreiningar, kynningar og sölu á tengdum vörum. Á Akureyri hefur Eins og Fætur Toga aðsetur í Eflingu sjúkraþjálfun og fer þangað með greiningar á ca. 6 vikna fresti.

Göngugreining kostar kr. 4.990 fyrir börn og kr. 5.990 fyrir fullorðna

Verslun Eins og Fætur Toga

eins-og-fætur-togaVerslun Eins og Fætur Toga er staðsett að Bæjarlind 4 í Kópavogi, fagfólk sér um skógreiningu, skóráðgjöf, skósölu og sölu fylgihluta. Starfsfólk ráðleggur um hlaupafatnað og fylgihluti fyrir hlaupara, ráleggur og setur í skó vörur fyrir fætur s.s. tábergspúða, upphækkanir, sérsmíðuð og stöðluð innlegg auk þess að breyta skóm ef þess þarf.  Eins og Fætur Toga sérhæfir sig í sölu á gæðavörum og leggur metnað í góða þjónustu og sanngjarnt verð.

Við tökum vel á móti þér!

Við erum reglulega á ferðinni með greiningar og viðburði. Smelltu hér til að sjá
hvar og hvenær við erum á ferðinni nálægt þér.

Eins og Fætur Toga býður upp eftirtalin gæðamerki. McDavid hitahlífar, Icespike undir skóna,
Feetures sokka,  Brooks hlaupaskó og fatnað, Hypreice fyrir endurheimt líkamans og 2xu þrýstifatnað.