Göngugreining

Bóka tíma

Í göngugreiningu er skoðað hvernig þú gengur, hvernig þú hreyfir þig og hvort það tengist vandamálum í stoðkerfinu. Við skoðum hvort verkir í baki, mjöðmum, hnjám eða fótum tengjast göngulaginu þínu, skekkjum í stoðgrindinni , vinnustöðu eða jafnvel skóbúnaði. Við erum með eitt reynslumesta starfsfólk landsins í göngugreiningum, einn fullkomnasta greiningarbúnað sem völ er á, fullbúið innleggjaverkstæði og mörg tæknilegustu innlegg sem eru í boði á markaðinum. Við bjóðum upp á afbrags þjónustu og frábærar vörur sanngjörnu verði.  

Ef þessi atriði eiga við ættir þú að kíkja í göngugreiningu..

  • Verkir í baki, sérstaklega ef meiri verkir eru í bakinu öðru megin.
  • Verkir í mjöðmum, sérstaklega ef önnur mjöðmin er verri.
  • Verkir eða sýnilegar skekkjur í hnjám, ökklum eða  hælum.
  • Verkir, þreyta, doði, kuldi, hiti eða pirringur í tám,  tábergi eða ofan á ristum. 
  • Grunur um mislengd ganglima (annar fóturinn styttri en hinn). T.d. ef þarf að stytta aðra buxnaskálmina meira en hina, ekki sama gat í ístöðum á hnakki, þægilegra að ganga í aðra áttina í halla. Ef þú stendur meira í annan fótinn í hvíldarstöðu o.fl.
  • Bólgur og eymsli undir iljum og/eða hælum (plantar fasciitis, hælspori) 
  • Verkur eða bólga eða pirringur framan á leggjum (beinhimnubólga). 
  • Verkur í hásin (hásinabólga).
  • Fá ráðleggingar við val á hlaupaskóm og almennt við val á skóm.
  • Mikið álag í íþróttum. Sérstaklega ef um endurtekin meiðsli er að ræða.
  • Mikil staða og ganga á hörðu undirlagi í vinnu.
  • Aflaganir á fæti eða óeðlilegur vöxtur beina.
  •  

Það sem bætist við hjá börnum

  • Ef börn vakna pirruð á næturna skaltu panta tíma í göngugreiningu
  • Ef börn vilja láta halda á sér við göngu
  • Eg börn fá verki í hæla við íþróttaiðkun skaltu koma strax, við leysum vandamálið. 
  • Færa sig upp á tærnar við göngu.Bendir til skekkju í hælum.
  • Ef barnið er órólegt í svefni s,s sparkar út í loftið.
  • Ef barnið er búið að prófa margar íþróttir en hættir alltaf.

Búnaður notaður við göngugreiningu 

RsScan V9 3D byltingarkenndar þrýstiplötur. Þrýstiplöturnar eru með 4.096 móttakarar og geta tekið 500 þrýstimælingar á sekúndu. Þrýstipolöturnar styðja við 3D prentun á innleggjum sem hlutu fyrstu verðlaun á ISPO stærstu íþróttasýningu í heimi. Með þrýstiplötunum er skoðað álag á hæla og táberg,  skoðum hvernig álag dreifist um fótinn í skrefinu, hvort álagið sé of mikið út á jarkann eða of mikið á innanverðan fótinn. Við sjáum hvort meirI þyngd sé á öðrum fætinum sem getur gefið vísbendingu um mislengd ganglima, skoðum hvort fóturinn sé flatur eða ristin há.

Hlaupabretti og nýr upptökubúnaður sem skilar öllum líkamanum á rauntíma á skjáinn. Nýr tölvubúnaður og hugbúnaður gerir okkur kleift að mæla allar skekkjur í hælum, ökklum, og hvernig álagið er upp í hné, mjaðmir og bak. 

Mælum mislengd ganglima með þar til gerðu hallamáli, bæði frá Hné og niður og frá mjöðmum og niður.

Nýr Footbalance 3D Fótascannar af fullkomnustu gerð notaðir til  að scanna fæturna frá öllum sjónarhornum og safnar þannig nákvæmar gögnum um fætuna þínar. 

Með höndunum þreyfum við eftir eymslum og/eða bólgu undir tábergi, iljarboga og upp í hásin og kálfa.

 

Hvað er skoðað Hjá börnum

  • skoðum það sama og hjá fullorðnum nema við mælum ekki mislengd nema barnið sé með verki í baki, mjöðmum eða nára. 
  • Skoðum hjá börnum hreyfanleika liða

Almennt er miðað við að börn séu orðin þriggja ára, hætt með bleyju og farin að hlaupa um.Verkir í hælum, iljum, ökklum, leggjum og hnjám.

Endurkoma eftir göngugreiningu

Allir sem koma í göngugreiningu eiga kost á að koma í endurkomu innan 6 mánaða. 

Í endurkomu er skoðað hvort breytingar hafi átt sér stað. Innlegg skoðuð í skóm sem verið er að nota og þeim breytt sé þess þörf. Þeir sem mælast með mislengd ganglima ættu að koma í endurkomu  eftir u.þ.b. 3 mánuði og önnur mæling er tekin til að staðfesta fyri mælingu eða hvort breytinga sé þörf. 

Verð á endurkomu er 2.490kr.

Tími í endurkomu 10-20 mínútur.

 

Aldur í greiningu

Það er enginn of gamall til að koma í göngugreiningu, kannski má segja að það komi okkur ennþá á óvart hvað við getum gert mikið fyrir fólk sem er komið yfir áttrætt. Ef eitthvað er ónýtt lögum við það að sjálfsögðu ekki en stundum getum við fært álagið af svæðinu sem er að valda óþægindum yfir á svæði sem veldur minni einkennum. Að fá innlegg í gönguskó, strigaskó eða golfskóna jafnar álagið og stærri hluti af fætinum er að taka þungann. 

Það er hægt að hugsa þetta eins og að fara með bílinn í Balenseringu eftir dekkjaskipti. Við hugsum um bílinn okkar en gleymum stundum að hugsa um okkur sjálf.

Er einhver of ungur til að koma í göngugreiningu. Við miðum við að  börn séu hætt með bleyju og geti gengið og hlaupið nokkuð auðveldlega. Ef börn eru með verki í stoðkerfinu, ef þau sofa illa eða þau vilja láta halda á sér ef þau eiga eitthvað að ganga er um að gera að koma með þau í gönugreiningu.

 

Ný Kynslóð af innleggjum (3 gerðir)

Höggdempandi íþróttainnlegg

Höggdempandi innlegg úr polyurethane, efni sem er notað í miðsólann á mörgum hlaupaskóm, hönnuð í samvinnu við Þýska innleggja fyrirtækið Hema. Innleggin passa vel í vinnuskó, hlaupaskó og gönguskó. Eru mjúk og höggdempandi. Á verkstæðinu okkar á Höfðabakka getum við unnið með innleggin, sett undir hækkun, fleyga og pússað til í flestar gerðir af skóm.

  • Afgreiðslutími 3-10 dagar
  • Verð kr. 19.990 fullorðnir (aukapar kr.15.192)

Höggdempandi barna innlegg, meira höggdempandi og mýkri en þau barna innlegg sem hafa verið notuð í gegnum tíðina. Þarf yfirleitt ekkert að ganga til.

  • Afgreiðslutími 5-10 dagar
  • Verð kr. 15.990 barna (aukapar kr. 12.792).

Footbalance Medical (Nýtt)

Elva og Lýður sérfræðingarnir okkar í göngugreiningum eru með Footbalance Medical réttindi, þau mega vinna með Footbalance Medical innleggin og breyta eftir þörfum. þau voru að koma frá Finnlandi þar sem þau voru að kynna sér nýjungar í innleggjum og búnaði

  • Footbalance innleggin eru hituð og mótuð að fætinum, þannig 100% sérgerð. 
  • Fóturinn 3D skannaður og hægt að panta auka par án þess að koma aftur.
  • Poron höggdempun í hæl og undir tábergi eykur mýkt. 
  • Bakteríudrepand efni í yfirlaginu. 
  • Footbalance innleggin passa í flesta skó og alla skó með lausum innleggjum, frábær í fótboltaskó og þá skó sem bjóða ekki upp á mikið pláss.. 
  • Afgreiðslutími 0-3 dagar
  • Verð kr. 19.990 (aukapar 15.992). 
  • Barna kr. 17.990 (aukapar kr. 14.392) 

Footbalance innleggin passa í flesta skó og eru oftast afgreidd samdægurs.

3D prentuð innlegg (Nýtt)

Phits innleiggn hlutu fyrstu verðlaun á ISPO  stærstu íþróttasýningu í heimi. 3D prentuðu innleggin passa vel í marga íþróttaskó þar sem þau eru sterk og létt og taka lítið pláss. Við erum búin að prenta Phits innlegg fyrir landsliðsfólk í fótbolta og handbolta.

  • Afgeiðslutími 10-20 dagar
  • Verð kr. 39.990

Innleggin tekin í notkun

Byrjaðu á að fjarlægja innleggin sem fyrir sem eru í skónum og berðu þau saman við nýju sérgerðu innleggin þín, ef sérgerðu innleggin eru örlítið lengri en hin þá má strika eftir þeim og klippa framan af þeim með góðum skærum.

Byrjaðu að nota innleggin eins mikið og þú þolir og auktu svo notkunina hægt og rólega. Það getur tekið einhvern tíma að aðlagast þeim, ef innleggin eru að valda óþægindum eftir u.þ.b. 2 vikur skaltu koma með þau lagfærum og/eða breytum eftir þörfum. 

Við erum með fullkomið innleggja verkstæði að Lágmúla 4.

 

Mislengd ganglima – Hækkun undir annan fótinn

Þeir sem fá hækkun undir annan fótinn vegna mislengdar verða alltaf að vera með hækkun. Hækkunin er innbyggð í sérgerðu innleggin þín og mælum með að nota þau sem mest, í þá skó sem innleggin eru ekki notuð skal nota hækkunarpúða sem eru seldir eftir máli og eru þá jafnháir og hækkunin undir innlegginu. Innleggin komast ekki í venjulega Inniskó, sandala og spariskó.

 

Viðhald innleggja

Þegar innleggin eru notuð í skóm þar sem þú svitnar mikið er æskilegt að taka innleggin reglulega úr skónum og leyfa þeim að anda vel, sama skal gert ef þau blotna mikið. Alls ekki setja innleggin í þvottavél né þurrkara, ekki leggja þau í bleyti og ekki þurrka þau á ofni.

Fyrir íþróttafólk og þá sem eru á innleggjunum allan daginn mælum við með að nota Smell Well lyktarpúða sem fást í verslun Fætur toga. Púðarnir draga í sig raka en rakinn býr til bakteríur. Púðarnir koma í veg fyrir vonda lykt. Ef innleggin verða óhrein er hægt a þrífa þau með blautri tusku.

 

Ending, aukapör og endurnýjun á innleggjum

  • Innleggin endast mislengi eftir í hvað þau eru notuð. Við notkun í íþróttum og miklu álagi mælum við með að endurnýja u.þ.b. Árlega.
  • Við venjulega daglega notkun mælum við með að endurnýja á árs til tveggja ára fresti.
  • Gott er að eiga aukapar af innleggjum ef þú ert á fótunum í vinnu eða frístundum. Bæði pörin endast betur. 20% afsláttur er af aukapari.
  • Börn í vexti þurfa að endurnýja á u.þ.b. 8-12 mán. fresti eða þegar innnleggin eru orðin of lítil.
  • Hágæða sérgerð innlegg endast yfirleitt lengur en innlegg úr ódýrarum efnum. Þar að skipta út ódýrari innleggjum og fjöldaframleiddum þrisvar sinnum hraðar.
  • Skórnir fara misjafnlega með innleggin, lokaðir vatnsheldir skór sem notaðir eru allan daginn klára innleggin hraðar en hlaupaskór sem anda vel en eru notaðir jafn mikið. 

 

Merki um að það sé kominn tími til að skipta um innlegg

  • Fóturinn kominn niður úr ytra byrði innleggjanna s.s. Undir  tábergi, hjá stóru tánni eða undir hælsvæðinu, gat á yfirlaginu getur valdið blöðrum og/eða nuddsárum. 
  • Komin sprunga eða innleggin rifin, getur valdið blöðrum 
  • Liturinn á innleggjunum farin að dofna, 
  • Slæm lykt af innleggjum gefur til kynna bakteríur eða sveppavöxt, getur leitt til fótasýkinga.
  • Stöðug notkun mun að lokum þjappa innleggjum saman og bjóða ekki lengur upp á góða höggdemun og minni stuðning undir ilina.
  • Meðganga, skurðaðgerð eða liðskipti geta leitt til þess að það þarf að breyta innleggjunum, sérstaklega ef verið er að hækka undir annan fótinn.

Fullkomið innleggjaverkstæði

Í Lágmúlanum er búið að setja upp fullkomið verkstæði þar sem íþróttainnleggin eru búin til og gerðar allar viðgerðir, viðbætur og breytingar á skóm og innleggjum.