Bólga í sinabreiðu iljar (Plantar Fasciitis).

Plantar Fasciitis

Plantar Faciitis kemur þegar sinabreiða iljar  (fesatist í hælbeinið að aftanverðu og í tábergsliðina að framnverðu) bólgnar og verður aum, oftast við hælinn.

Orsakir Plantar Fasciitis

Orsökin er oftast lélegur skóbúnaður, fótlag, umframþyngd og of mikið álag á hörðu undirlagi. Högg eða slæm lending úr hæð getur myndað  bólgu. Skakkir hælar og/eða ökklar auka líkur á PF.

Einkenni Plantar Fasciitis

Algengasta einkenni plantar fasciitis eru verkir undir ilinni, sérstaklega á innanverðum hælnum. Verkurinn er verri þegar byrjað er að hreyfa sig, svo sem á morgnana, getur minnkað yfir daginn eða við upphitun. Að ganga berfættur eða í skóm með lítinn stuðning getur aukið sársaukann.

Hvað er hægt að gera til að laga eða  minnka einkennin.

  • Forðastu athafnir sem auka sársaukann. Leyfðu fætinum að gróa með því að forðast álagsæfingar og minnkaðu tímann sem þú eyðir á fótunum.
  • Berið ís á viðkomandi svæði til að draga úr bólgu og sársauka. Þetta er hægt að gera nokkrum sinnum á dag í 15-20 mínútur í hvert skipti.
  • Notaðu höggdempandi skó sem veita góðan stuðning við iljarbogann. Forðastu háa hæla, flip flops og skó með lélegan stuðning og dempun.
  • Teygjuæfingar sem einblína á sinagreiðuna, hásin og kálfavöðva geta hjálpað til við að lina sársauka.
  • Notaðu sérsmíðuð höggdempandi innlegg með góðan stuðning við iljarbogann. Footbalance innleggin og 3D innleggin okkar eru löguð að fætinum. Höggdempandi innleggin eru góð nema fyrir háa rist.
  • Sérstakir PF sokkar með góðum stuðningi undir ilina og upp við hásinina.
  • Nudd með bolta eða byssu undir iljarbogann hjálpar
  • Stundum mælum við með að taka bógueiðandi töflur þétt í mjög stuttan tíma til að auðvelda aðra meðferð.