Tábergssig / Metatarsalgia

Hvað er tábergsig?

  • Tábergsbein falla niður og valda verk, sviða og/eða þreytu, doða, náladofa, hita eða kulda fram í tær vegna skorts á blóðflæði.
  • Tær eða táliðir þrýstast upp við göngu/hlaup.
  • Bólga og verkur í táberginu, sérstaklega undir stórutáarlið og undir 2. og 3 tábergslið.
  • Einkenni oft eins og að „ganga á smásteinum“.

    Ástæður fyrir tábergssigi
  • Með aldrinum síga tábergsliðir niður og tábergið verður flatara, fitulagið undir táberginu þynnist og líkurnar á einkennum frá táberginu aukast.
  • Há rist orsakar oft stífan fót og aukið álag á hælinn og tábergið.
  • Slæmir skór á hörðu undirlagi s.s. flatir, þunnbotna, gamlir, támjóir og háir hælar.
  • Yfirþyngd eykur álagið verulega á allan fótinn.
  • Íþróttir þar sem er mikið álag á tábergið til dæmis við stökk og hlaup.
  • Fótamein eins og gigt, PDN, stórutáarskjekkja, þvagsýrugigt, búrítis og hamartá geta aukið einkenni frá táberginu.

    Meðferð við tábergssigi
  • Sérgerð höggdempandi innlegg sem rétta af skekkjur í fótum, með innbyggðum tábergspúða og góðum ilstuðning.
  • Oofos tveggja laga sandalar sem eru höggdempandi og mjúkir og með góðum stuðningi undir ilina.  
  • Kæling, hvíld og hálega hjálpa til skemmri tíma.
  • Skiptu út öllum gömlum og mikið notuðum skóm fyrir stöðuga og höggdempandi skó.
  • Að vera í kjörþyngd.
  • Taktu bólgueyðandi lyf.
  • Við setjum tábergspúða í alla skó.
  • Þunn einföld innlegg sem við getum sett tábergspúða á svo hægt sé að færa á milli og setja í mismunandi skó.