Brooks Divide 4 gtx er 100% vatnsheldur, en GTX stendur fyrir Gore-tex.
Brooks Divide 4 hentar frábærlega á hvaða slitlagi sem er. Þessi “hybrid” skór er hannaður með það í huga að þú getir bæði notað hann utanvegar en einnig á malbikinu. Hann hefur gott grip hvort sem þú ert á malbiki eða úti í náttúrunni.
DNA Loft dempunin gerir skóinn léttan, mjúkan og stöðugan. Sólinn hefur mjög gott grip hvort sem er á blautu eða þurru undirlagi. Sólinn á Divide þolir betur notkun á malbiki en aðrir utanvegaskór frá Brooks.
Brooks Divide 4 gefur þér þá mýkt og stöðugleika sem þarf til hlaupa á malbiki, en veitir þér einnig það grip sem þarf til á lausu undirlagi.