Adrenaline GTS er höggdempandi skór með Guiderails stuðningsramma. ‘Guiderails’ stuðningurinn virkar vel upp í hné. Adrenaline er sú gerð sem hefur verið lengst í línunni hjá Brooks en þetta er tuttugasta og annað árið sem Adrenaline er í línunni!
Nýtt í Adrenaline 23 er að allur miðsólinn á inniheldur DNA Loft höggdempun sem er blanda af geli og höggdempandi EVA frauðefni.
Yfirbyggingin er úr svokölluðu ‘Engineered Mesh’ sem er ofið þéttar á þeim svæðum sem þurfa meiri styrk og stuðning en opnara á öðrum svæðum til að tryggja hámarks öndun. Adrenaline eru fáanlegir hjá okkur í mismunandi breiddum. Skórnir eru að sjálfsögðu með lausum innleggjum fyrir þá sem nota sérgerð innlegg.
Adrenline er jafnframt fyrir byrjendur og vana hlaupara sem leitast eftir góðri vörn fyrir stoðkerfið og sérstaklega þá sem glíma við meiðsli eða verki í hnjám. Þeir eru fyrir hvaða vegalengd sem er. Til gamans má nefna að GTS í nafninu stendur fyrir Go-To-Shoe.
Hæðarmismunur hæls og tábergs er 12mm. Áætluð ending er 800-1000km