Adrenaline GTS er mjúkur og höggdempandi skór með Guiderails stuðningsramma.
Í Adrenaline 23 inniheldur allur miðsólinn DNA Loft höggdempun sem er blanda af geli og höggdempandi EVA frauðefni.
Nýjasta kynslóðin af ‘Guiderails’ innanfótarstuðningnum er ólíkt öllu öðru á markaðnum. Hann var hannaður fyrst og fremst með hné í huga og hvernig hnjáliðirnir hreyfast miðað við fótinn. Við innanverðan hæl og framundir iljaboga er lengri og þéttari stuðningur en við utanverðan hæl er vægari og mýkri stuðningur til að halda hælnum, ökklanum og hnénu í samvinnandi stöðu.
Adrenaline er til í mismunandi breiddum. Hælkappinn er stífur og stöðugur með mjúkri og þægilegri bólstrun sem veitir góðan stuðning í niðurstiginu, skórnir eru með lausum innleggjum og henta vel fyrir sérgerð innlegg.
Hæðarmismunur hæls og tábergs er 12mm og hann vegur 258g í stærð 40 dömu. Áætluð ending er 800-1000km