Hallux Valgus (Bunion)

  • Hallux Valgus (Bunion)
  • Með sérgerðum innleggjum getum við breytt álaginu og minnkað einkenni
  • Lýsir sér þannig að það er kúla við tábergslið stóru táar, áunnin en með vissum erfðaþáttum.
  • Þó svo að Hallux Valgus sé algengast hjá konum uppúr miðjum aldri, sést það einnig hjá körlum og jafnvel hjá unglingum.
  • Orsakir eru margar t.d. aflögun fótar og notkun á óhentugum skóm, við sjáum oft að þegar álagið er út á jarkann þola 2-4 tábergsliðurinn ekki þungann og ýta stóra liðnum út og myndar skekkju (Hallux valgus).
  • Afleiðingin er að stóra táin fer að skekkjast í áttina að hinum tánum og það myndast beinhnúður á fyrsta tábergsliðinn og á honum bólga (Bunion) sem nuddast í skó og veldur óþægindum og verkjum í fætinum.

    Meðferð við Hallux Valgus
  • Hlaupaskór eru til í breiddum og með mjúka yfirbyggingu og henta því vel fyrir Hallux valgus – getum sett sérgerð innlegg í hlaupaskóna en einnig tábergspúða á upprunalega innleggið.
  • Götuskór eru til með teygjanlegri yfirbyggingu, við breytum upprunalegu innleggjunum eða setjum sérgerð innlegg í skóna.
  • Spelkur og táskiljur varna því að tærnar nuddast saman og valdi óþægindum.
  • Næturspelka réttir úr tánni á meðan þú sefur, hefur reynst mjög vel en sumir þola hana ekki.
  • Skósmiður getur víkkað út alla skó yfir hnúðnum til að draga úr núningnum.
  • Ef þú ert búin að prófa sérhæfðan skóbúnað, sérgerð innlegg, breytingar á inniskóm, næturspelkur og dagspelkur, sjúkraþjálfun og þjálfun fóta í sandi og grasi .. og þú ert ennþá verulega verkjuð í kúluna myndi ég kannski íhuga Hallux valgus aðgerð.