Við aðstoðum þig
- Ráðleggjum hvað skal hafa í huga við val á hlaupaskóm, gönguskóm, götuskóm, vinnuskóm, sandölum og inniskóm.
- Mælum með stuðningsvörum s.s. Þrýstisokkum, hitahlífum og spelkum ef þarf
- Mælum með æfingum eða teygjum ef það á við
- Erum með mikið úrval af fótavörum – Versla fótavörur
- Hallus valgus spelkur og Hallus valgus næturspelkur,
- Táskiljur í mörgum gerðum
- Tábergspúði og stundum hækkun undir annan fótin sett á þunn innlegg sem komast í skó sem bjóða ekki upp á mikið pláss.
- Hælspora púði með úrtaki
- Hækkunarpúðar í mörgum breiddum og þykktum
- Stöðluð höggdempandi innlegg
- Getum bent á hvort aðrir meðferðaraðilar gætu hjálpað svo sem sjúkraþjálfari, kírópraktor, nuddari, eða læknir.
Fróðleikur um fætur
- Barleycorns mælieining frá tímum engilsaxa mælir skóstærðir í UK.
- Liðagigt hefur áhrif á um 10% fullorðinna, aðallega eftir 45 ára aldur.
- Meira en helmingur kvenna eru með skekkju á stóru tá (Hallus valgus).
- Að meðaltali tekur fullorðinn einstaklingur 4.000-6.000 skref á dag.
- 1/4 af öllum beinum mannslíkamans eru í fótunum.
- Þegar beinin í fótunum eru ekki í takt er restin af líkamanum það ekki heldur.
- Akshat Saxena er með 10 tær á hvorum fæti.
- Um 20-30% jarðarbúa eru með tá no. 2 lengri en stóru tána
- Meðal skóstærð hefur farið upp um tvær stærðir á aðeins fjórum áratugum.
- Undir iljum eru flestir svitakirtlar og taugaendar á hvern fersentimetra.
- 250.000 svitakirtlar í fótum framleiða um hálfan lítra af svita á dag.
- Um 3% leita meðferðar við iljarfellsbólgu (plantar fasciitis) á hverju ári.
- Börn stíga sín fyrstu skref um 10-18 mánaða
- Á fyrsta æviári barns ná fæturnir næstum helmingi fullorðinsstærðar.
- Fótur 12 ára barns hefur náð um 90 prósent af fullorðinslengd sinni.
- Þegar hælinn lyftist frá jörðu bera tærnar helming líkamsþyngdar.
- Annar fóturinn er yfirleitt stærri en hinn.
- Fyrstu skórnir voru dýraskinn sem steinaldarþjóðir bundu um fótinn.
- Sígarettureykingar eru stærsta orsök æðasjúkdóma í fótum, leiða oft til verkja, sáramyndunar, sýkinga og í alvarlegustu tilfellum aflimunar.
- Fótavandamál hjá öldruðum eru algeng og valda oft verkjum og jafnvel fötlun og þar af leiðandi tap á hreyfigetu og sjálfstæði.
- Fóturinn inniheldur 26 bein, 33 liðamót og meira en 100 vöðva, sinar og liðbönd.
- Á venjulegum degi getur þunginn á fæturna orðið hundruðir tonna.
- Ganga er besta æfingin fyrir fæturna, bætir blóðflæði, styrkir bein og vöðva.
- Að standa er erfiðara en að ganga, við notum fáa vöðva í lengri tíma.
- Liðagigt, sykursýki, tauga- og blóðrásarsjúkdómar koma oft fram í fótum.
- 75% manna upplifa fótvandamál einhvern tíma á ævinni.
- Fiðrildi smakka með fótunum, Helsingi rækta egg undir fótunu, Fílar nota fæturna til að heyra – þeir taka upp titring jarðar í gegnum iljarnar.
- Meðalmanneskja gengur um fjórum sinnum í kringum jörðina á ævinni.
- Aðeins lítill hluti þjóðarinnar fæðist með fótavandamál.
- Léleg umhirða, rangir eða lélegir skór, offita og hreyfingarleysi eru helstu óvinir fótanna.
- Konur eru með fjórfalt fleiri fótvandamál en karlar. Háum hælum og lelegum skkóbúnaði er að hluta til um að kenna.
- 60-70% fólks með sykursýki eru með einhverja taugaskemmdir sem í verstu tilfellum geta leitt til aflimunar á neðri útlimum. 56.000 manns í USA missa fót vegnasykursýki á hverju ári.
Sérhver fótur er einstakur
Engir tveir fætur, ekki einu sinni þínir eigin, eru eins. Eins og fingrafar er hver fótur einstakur, með sína eigin lögun og útlínur.
Þín vellíðan byrjar í fótunum
Mikill meirihluti, eða 75% jarðarbúa búa við fótójafnvægi. Óþarfa sársauki og óþægindi hefur áhrif á daglegt líf okkar. Fætunrir hafa áhrif á allan líkamann og mögulega leyfa okkur ekki að njóta þess a gera það sem við elskum mest.