Nokkrar skemmtilegar pælingar um mislengd
- “Vaxtaverkir eru ekki til” það er alltaf eitthvað sem orsakar þá.
- Einungis 10% mælast með enga mislengd eða 0mm. 60% mælast með minna en 6mm, 25% mælist með 6-10mm og innan við 1% mælist með 20mm eða meira.
- 80% með 4mm+ mislengd eru með verki sem tengjast mislengd.
- Hægri ganglimur er styttri í um 55% tilfella.
- Barn sem vaknar órólegt á nóttunni er líklega með skakka hæla.
- Barn sem æfir fótbolta og fær verki í hælana er líklega með skakka hæla.
- Einstaklingur undir 25 ára með verki í baki er líklega mislangur.
- Þeir sem vagga við göngu eru líklega mislangir (Getur aukist með aldri).
- Ef þú bindur fyrir augun á mislöngum gengnur hann í hringi.
- Yfirleitt fleiri og meiri verkir á styttri hliðinni
Afleiðingar mislengdar
Verkir sem orsakast af mislengd
Verkur í mjöðm, mjóbaki, eða undir herðablaði eru verkir við tengjum beint við mislengd. Allir sem finna fyrir slíkum verkjum ættu að koma í göngugreiningu. Ef skekkjan veldur þrýsting á taugar leiða verkirnir niður annan og í slæmum tilfellum báða fótleggi, stundum alveg niður í tær. Mislengd getur haft áhrif á nára, mjög oft hjá fótboltamönnum, yfirleitt er verkur í nára sömu megin og styttri fóturinn. Margir sem mælast mislangir hafa fengið brjósklos eða útbungun í mjóhrygg. Oft er verkur í síðu og undir herðablaði. Oftast verri verkir á sömu hlið og mislengd mælist.
Orsakir mislengdar
Mislengd getur bæði verið anatómísk eða áunnin.
Anatómísk mislengd er raunverulega mislengd í beinum og á oftast við um sköflung (e. tibia) og/eða lærlegg (e. femur). Anatómísk mislengd getur verið arfgeng(meðfædd), vegna slysa og/eða beinbrota, liðskiptaaðgerða eða sjúkdóma. Í öllum þessum tilfellum orsakar mislengdin skakka stöðu á mjaðmagrind og þar með meira álag á aðra hlið líkamans.
Áunnin mislengd er þegar ekki er raunveruleg mislengd fótleggja eða en staða mjaðmagrindar er skökk. Orsakir áunninar mislengdar geta verið fjölmargar en líkamsstaða við vinnu, æfingar og daglegt líf hafa mikil áhrif. Áunnin mislengd getur líka til orsakast af slysum, þar sem högg getur skekkt mjaðmagrindina. Ef t.d. Annar ökklinn er verulega skakkur inn á við veldur það mislengd á þeirri hlið sem skekkjan er. Stundum er áunna mislengd til viðbótar við anatómíska mislengd.
Liðskiptaaðgerðir á mjaðma eða hnjáliðum valda oftast mislengd og er mjög mikilvægt að skoða það í kjölfar aðgerða. Könnun meðal bæklunarlækna í Bretlandi leiddi í ljós að meirihluti bæklunarlækna þóttu aðgerð vel heppnuð ef breyting væri innan 15mm, þó það teljist vel heppnuð aðgerð getur það haft mikil áhrif á líðan viðkomandi, sérstaklega í baki og getur haft verulegt áhrif á jafnvæg, aðallega hjá eldra fólki.
Hvernig mælum við misleng
Við mælum mislengd bæði frá hnjám og mjöðmum með sérhönnuðu hallamáli. Mæling frá hnjám (e. lateral condyle of femur) er framkvæmd sitjandi með hné í 90°. Mæling frá mjöðmum er framkvæmd standandi og mælt er frá mjaðmakamb (e. iliac crest). Þannig mælist hvort mislengdin sé fyrir ofan eða neðan hné eða bæði. Flestir sem mælast með 0-3 mm mislengd finna fyrir litlum eða engum einkennum og teljum við það því innan skekkjumarka. Þegar mælingar eru 4mm+ finna flestir fyrir einkennum í stoðkerfinu. Þegar mislengd er 20mm+ er það talið bæklun og á viðkomandi rétt á aðstoð frá Sjúkratryggingum Íslands.
Hækkun undir vinstri fótinn vegna mislengdar er hér nauðsynleg
Þeir sem finna fyrir verkjum í mjóbaki og/eða mjöðmum og við mælum mislengd eru yfirleitt hækkaðir undir styttri fótinn.
- Hækkun með innleggjum
- Hækkun með hækkunarpúðum
- Hækkun í skóm ——————————-
- Höggdempandi skór með innleggi
- Sandalar og inniskór með stuðningi og hækkun
Hversu mikið þarf að hækka er metið fyrir hvern einstakling af sérfræðing í göngugreiningu. Með hækkun og stuðningi er í mörgum tilfellum hægt að létta á verkjum og taugaeinkennum. Jafnari staða mjaðma og mjóhryggs getur minnkað hættu á brjósklosi og tengdum vandamálum. Við ráðleggjum að nota hækkun í alla skó til að leyfa baki og mjöðmum að aðlagast og halda réttri stöðu. Þegar þarf að hækka mikið eða 10mm+ er ráðlagt að skera skóinn og setja hækkun í skóinn sjálfan, Stundum er hluti hækkunar skorinn í skóinn og hluti hækkunar á innleggjum. Sérgerð innlegg með hækkun eru að öllu leyti betri til að hækka undir annan fótinn en hækkunarpúðar því á innleggjunum er stuðningur undir iljarbogann og dreifist álagið betur um fótinn.
Það sem hjálpar líka vegna mislengdar ganglima
- Æfingar, uppbyggjandi og liðkandi
- Ganga í ójöfnu undirlagi.
- Kæling eftir álag minnkar bólgur og verki.
- Réttir Íþróttatoppar fyrir konur
- Kírópraktor og sjúkraþjálfari , mismunandi meðferð eykur árangur.
- Nudd hjálpar
- Víbrandi nuddvörur fyrir og eftir álag
- Íþróttanudd daginn eftir álag
- Nuddboltar og rúllur fyrir og eftir álag
Við getum sniðið innlegg í skó sem gefa lítið pláss eins og t.d. Fótboltaskó. Hitum Footbalance innlegg og lögum að fætinum, þurfa minna pláss.
Skóbúnaður: Þeir sem eru viðkvæmir í baki og mjöðmum verða að huga vel að skóbúnaði í æfingum, vinnu og frístundum. Best er að nota skó með góðri höggdempun og réttum stuðning fyrir fótinn. Höggdempandi hlaupaskór eru bestu skórnir fyrir bakveika. Mikilvægt er að hafa hugfast að mýkt í skóm er ekki það sama og höggdempun. Sérfræðingar okkar í göngugreiningu ráðleggja með val á skóm fyrir íþróttir, vinnu og frístundir.
OOFOS heilsusandalarnir eru með góðan stuðning undir ilinni og eina bestu höggdempun sem fáanleg er í inniskóm. Eru góðir fyrir bak og frábærir fyrir flest fótavandamál. Auðvelt að festa hækkunarpúða í hælinn..
Endurkoma eftir mælda mislengd
Þegar fólk byrjar að nota hækkun er ráðlagt að koma í endurkomu eftir 3-6 mánuði til að mæla á ný hvort einhver breyting hafi orðið á stöðu mjaðmagrindar frá fyrri mælingu. Ef um áunnina mislengd er að ræða er mögulegt að sú skekkja gangi til baka og þá er hægt að minnka eða auka hækkun í samræmi við breytingar. Í sumum tilfellum er byrjað með litla hækkun sem er aukin í nokkrum skrefum til að auðvelda líkamanum aðlögun að breyttri stöðu.
Það fá ekki allir verki vegna mislengdar þó hlutfallið sé vissulega hátt. Þetta veltur mikið á hæfni líkamans að höndla þetta misræmi álags á hægri og vinstri hlið stoðkerfisins. Til dæmis eru einkenni meiri hjá eldra fólki sem jafnvel vaggar í göngulagi en yngra fólk í betra líkamlegu ástandi eru bæði með minni verki og sjaldnar. Þeir sem eru mikið í ræktinni eru oft með minni einkenni.
Mismunandi meðferðir geta einnig aukið virkni. Sérfræðingar okkar eru í góðu sambandi og samvinnu við meðferðaraðila úr ýmsum stéttum og hika ekki við að beina viðskiptavinum okkar þangað sem stoðkerfi þeirra þarfnast mest.