Flatir fætur

  • Flatfótur er einnig þekktur sem plattfótur. iljarboginn flest út þegar þrýstingur er settur á hann. Þegar fólk með plattfót stendur upp vísa fæturnir út og iljarnar snerta gólfið.
  • Plattfótur geta komið fram þegar boginn þróast ekki rétt á barnsaldri.  Meiðsli, slit vegna aldurs og ofþyngd getur líka orsakað flatfót.
  • Plattfótur getur verið án einkenna en ef plattfótur veldur sársauka og takmarkar það sem þú vilt gera er rétt að kíkja til okkar. Plattfæti fylgir oftast skakkur hæll/ökkli og einkenni eru oft í hælnum og /eða iljarboganum. Einkenni geta versnað við aukna hreyfingu og stöður. Bólga getur komið fram á innanverðum ökkla og stundum gengur ökklabeinið niður og veldur sársauka.
  • Sum smábörn eru með sveigjanlega flatfætur, oft talað um lausa liði, þar sem boginn sést þegar barnið situr eða stendur á tánum en hverfur þegar barnið stendur á fótunum. Börn vaxa oft upp úr sveigjanlegum flatfótum.
  • Fólk sem fæðist með venjulegan iljarboga getur þróað með sér skekkju í hælum/ökklum sem þróast í flatan fót. Iljarboginn getur fallið eftir meiðsli í ökkla og eru þá yfirleitt mikil einkenni í ökklanum. Iljarboginn getur fallið  eftir áralangt slit, oftast er skekkja til staðar sem ágerist með aldrinum. Með tímanum getur sinin sem liggur meðfram innanverðum ökklanum og hjálpar til við að styðja við bogann veikst og tognað á henni og iljarboginn fellur. Þegar aldurinn eykst getur slitgigt myndast í fætinum.
  • Áhættuþættir eru Offita, meiðsli á fæti, liðagigt, öldrun og sykursýki.
  • Flestir með flatan fót og skakka liði liður betur með sérgerð innlegg.