Beinhimnubólga

Vöðvunum í fótleggnum er skipt í þrjú hólf sem er haldið saman af sterkum vöðvahimnum (fascium). Vöðvahólfin þrjú liggja að framanverðu, utanverðu og að aftanverðu. Fasciurnar sem umlykja vöðvahólfið að aftanverðu festast innanvert á sköflunginn, á meðan fasciurnar af framanverðu vöðvahólfi festast utanvert á sköflunginn. Við síendurtekið, mikið eða rangt álag, getur myndast bólga í vöðvafestingum á sköflungnum. Algengast er að bólgan myndist á neðanverðum og innanverðum sköflungi þar sem vöðvarnir  m.soleus og m.tibialis posterior festast og kallast það beinhimnubólga. 

Orsakir beinhimnubólgu

Þær orsakir sem helst er hægt að nefna er hlaup á hörðu undirlagi, röng staða á ökklum, hnjám eða mjöðmum og lélegur skóbúnaður. Farið er of hratt af stað í æfingar eða æfingar auknar af ogf milum krafti

Afleiðing

Algengast er að viðkomandi finni fyrir verk á innanverðum og neðanverðum sköflungnum. Fyrst í stað ber yfirleitt aðeins á óþægindum við hlaup og í byrjun æfingar, sem lagast svo þegar hann hitnar. Þegar vandamálið hefur verið viðvarandi lengi hverfur verkurinn ekki og er jafnvel til staðar við göngu. Stundum getur langvarandi beinhimnubólga orsakað álagsbrot á sköflungi.

Lausnir við beinhimnubólgu

Allir sem finna fyrir beinhimnubólgu ættu að koma í göngugreiningu því beinhimnubólga er tengd álagi og í göngugreiningu er meðal annars skoðað hvernig þungi dreifist um fótinn í niðurstigi og hvort skekkjur séu í hælum, ökklum eða hnjám. Við þráláta beinhimnubólgu er miklivægt að fara í sjúkraþjálfun og þó við mælum yfirleitt ekki með inntöku bólgueyðandi lyfja hefur gefist vel að takka bólgueyðandi samfara notkun á sérgerðum innleggjum . Fyrsta meðferð við beinhimnubólgu er ávallt kæling. Nauðsynlegt er að vera í góðum skóbúnaði með réttum stuðning og góðri höggdempun, það hjálpar að hlaupa og ganga með þrýstihlíf  eða í þrýstisokkum..  Þegar verkir og bólga eru horfin er mikilvægt að auka álag jafnt og þétt, og ekki fara of geyst af stað. Til að forðast beinhimnubólgu er mikilvægt er að vera ávallt í góðum skóm og endurnýja þá eftir þörfum. Það er misjafnt hversu marga kílómetra er ráðlagt að hlaupa á mismunandi skótegundum. Reynið að hlaupa á mismunandi undirlagi, oft er t.d.hægt að nota grasræmuna meðfram malbikuðum göngustígum. Gætið þess að verða ekki kalt á æfingum því kuldi getur orsakað beinhimnubólgu. Ef einkenni gera vart við sig er gott að draga strax úr álagi fara í göngugreiningu og leita til sjúkraþjálfara.

Hásinabólga

Hásinin er  stærsta og sterkasta sin líkamans, mynduð af tveimur stærstu kálfavöðvunum (gastrochnemius, og soleus) Hásinin tengist svo á hælbeinið (calcaneus). Veikasti hluti hásinarinnar er u.þ.b. 3 cm ofan við festuna á hælbeininu.

Orsök fyrir verkjum í hásin

Við mikið og/eða rangt álag, getur myndast bólga í hásin. Hásinarbólga eykst oftast rólega. Líkurnar á því að fá hásinarbólgu aukast með aldrinum. Ef það er skekkja í hæl eða ökkla er hásinin viðkvæmari og þolir verr aukið álag.

Afleiðing 

Teygjanleiki hásinarinnar minnkar við bólgur og auknar líkur á hásinarsliti við áframhaldandi íþróttaiðkun. Verkur kemur við álag á hásin (hlaup og hopp) og þegar þreifað er á henni eða þegar hún er teygð. Oft er sinin stíf fyrst á morgnana. Ef ekki verður bati  og stöðugur bati í endurhæfingu, ætti viðkomandi að fara í ómskoðun. Í ómskoðun er hægt að meta hversu alvarleg og hvers eðlis meiðslin eru: bólga í sininni (tendinitis), örvefsmyndun í sininni (tendinosis), kölkun í sininni, bólga í sinaslíðrinu sem umlykur hásinina (peritendinitis), slímsekkjarbólga (bursitis), sem og rifur og slit að hluta til í sininni.

Lausnir

Fara í göngugreiningu og fá innlegg sem réttir af skekkjur í hæl/ökkla og eru með hækkun undir báðum innleggjunum, þannig minnkar verulega álag á hásin. Mikilvægt er að vera í góðum skóm í vinnu og frístundum, skóm með góða höggdempun, góðan stuðning og minnst 8 mm mun á hæð frá hæl að tábergi (Dropp).  þar sem ekki komast innlegg í skóna s.s. inniskó og sparskó er miklivægt að setja 6-8mm. gelpúða. Við göngur og hlaup ráðleggjum við þrýstihlífar / þrýstisokka sem minnka hreyfingu kálfavöðvans og þannig álag á vöðvafestur, auk þess að auka blóðflæði í kálfum.

Mikilvægt er að draga úr álagi á sinina (hlaup og hopp), nota frekar sundi og hjólreiðum (pedali undir hæl til að hlífa hásin). Forðast brekkur og fjallgöngur
Mikilvægt er að fá meðferð sjúkraþjálfara meðfram notkun á innleggjum. Kæla skal sinina í hvert skipti sem hún verður aum í endurhæfingarferlinu. Ef framfarir eru mjög hægar, má íhuga notkun bólgueyðandi lyfjum eða sprauta bólgueyðandi steralyfjum í kringun þykknunina á sininni. Yfirleitt tekur meðferð 2-8 vikur, hafi verkurinn hefur verið til staðar í marga mánuði og komin er mikil þykknun og breytingar í sininni, getur endurhæfingin tekið 2-6 mánuði.
Þegar innlegg, kálfahlíf,  sjúkraþjálfun, hvíld og lyfjameðferð er fullreynd án árangurs er möguleiki að beita skurðaðgerð.