Fréttir

Hlynur sló 36 ára gamalt íslandsmet í 10km hlaupi í skóm frá Brooks

28.03.2019

Hlynur Andrésson stórbætti Íslandsmetið í 10km götuhlaupi þann 24. Mars í Brunssum í Hollandi. Gamla metið var 30:11 mín frá Jón Dick síðan 1983. Hlynur er því einnig fyrstu Íslendinga til að hlaupa undir 30 mín í 10 km götuhlaupi.

Hlynur leggur áherslu á að vera í fyrsta flokks skóm og hefur hann bæði keppt og æft í skóm frá Brooks í mörg ár.  Hlynur tók fram í fésbókarfærslu um hlaupið að hann keppti í Brooks Hyperion, sem fást bara í Eins og Fætur Toga. Hlynur hefur einnig verið að æfa lengri æfingar í Glycerin og Richochet í tempo hlaupum, en annars er hann yfirleitt í Levitate á öðrum æfingum.

Hlynur Andrésson stórbætti Íslandsmetið í 10km götuhlaupi þann 24. Mars í Brunssum í Hollandi. Hlynur er búsettur í Hollandi þar sem hann stundar nám og æfir eins og atvinnumaður. “Tilfinningin er bara góð, en var mjög viss um að ég myndi ná því og kom þetta því ekki mikið á óvart.” segir Hlynur og bætir við “Hélt að ég myndi hlaupa ca 29:20 en eyðilagði smá fyrir mér með að hlaupa fyrstu 5km á 14:31, sem er íslandsmet sjálft og ég er að reyna að fá staðfest, og deyja svo síðstu tvo kilómetrana.”

 

Aðstæður voru fínar í hlaupinu, smá vindhviður á köflum og nokkrar brekkur sem létu finna fyrir sér i endann.

Gamla metið var 30:11 mín frá Jón Dick síðan 1983. Hlynur er því einnig fyrstu Íslendinga til að hlaupa undir 30 mín í 10 km götuhlaupi. Hlynur á einnig Íslandsmetið í 10.000 m hlaupi á hlaupabraut. Það setti hann í Raleigh í Bandaríkjunum í mars í fyrra og er það 29:20,92 mín. Þess má geta að margir flottir hlauparar hafa gert tilraunir til að slá metið án árangurs eins og t.d Kári Steinn Karlsson.

 

Hlynur stefnir á að ná HM lágmarki fyrir Doha í 3000m hindrunarhlaupi og ætlar sér stóra bætingu í 5000m í Stanford. Þessa stundina er Hlynur staddur í Bandaríkjunum í undirbúningi fyrir þessi verkefni.

 

Hlynur leggur áherslu á að vera í fyrsta flokks skóm og hefur hann bæði keppt og æft í skóm frá Brooks í mörg ár.  Hlynur tók fram í fésbókarfærslu um hlaupið að hann keppti í Brooks Hyperion, sem fást bara í Eins og Fætur Toga. Hlynur hefur einnig verið að æfa lengri æfingar í Glycerin og Richochet í tempo hlaupum, en annars er hann yfirleitt í Levitate á öðrum æfingum.

 

Allt eru þetta skór frá Brooks og fást í Eins og Fætur Toga. Það skiptir máli að velja réttu skóna og hugsa vel um fæturna til þess að ná árangri í hlaupum.

 

Hlynur er aðeins 25 ára og verður spennandi að fylgjast með honum næstu árin.