Fréttir

Fit & Run Expo 16. og 17. ágúst

15.08.2018

Við verðum með bás á skráningarhátíðinni í Laugardalshöllinni fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Þar erum við með sölu á skóm, fatnaði, sokkum og ýmsu öðru. Við bendum á að þá geta myndast villur í birgðakerfi og þar með hvaða vörur eru fáanlegar á vefversluninni.

Best er að hafa samband í síma 55 77 100 eða senda okkur skilaboð á Facebook til að athuga með stöðu á vörum. Bæði geta verið til vörur sem virðast uppseldar og öfugt að vörur sem eru uppseldar eru samt merktar fáanlegar á vefversluninni. Einnig er ný sending væntanleg bráðlega af Brooks skóm og þá koma fullt af nýjum skóm inná vefverslunina!