• 4526nct-vaporshadow-cockatoo-back
  • 4526nct-vaporshadow-cockatoo-back-form
  • 4526nct-vaporshadow-cockatoo-back-form-poles
  • 4526nct-vaporshadow-cockatoo-front
  • 4526nct-vaporshadow-cockatoo-front-form

Nathan VaporShadow 11L

Verð : 34.990 kr

Vörunúmer : 4526NCT

Lagerstaða : Til á lager

Vörunúmer:
Stærð

VaporShadow hlaupavestið frá Nathan er topptýpan hjá þeim. Þetta er sérsniðið dömuvesti með miklu geymsluplássi eða 11L og 2L blöðru ásamt möguleika á að bæta við flösku framan á eða í hliðarhólf.

Vatnsblaðran er 2L og er að sjálfsögðu án BPA og PVC efna. Opið efst á blöðrunni er breitt og gott bæði til að auðvelda áfyllingu og þrif en einnig er hægt að snúa blöðrunni á rönguna. Slangan er tengd með svokölluðu "Plug-N-Play" hraðtengi. Slangan sjálf er mjúk og stúturinn er með "Bite Valve" sem einnig er hægt að snúa til að opna og loka. Nathan hefur hannað "Bladder Control System™" sem eykur þrýsting og jafnvægi á blöðrunni til að minnka hreyfingu vatns í blöðrunni og skvettu hljóð.

Efnið í bakinu er úr mjög léttu og góðu mesh efni sem andar vel með þar til gerðum "3D Cooling Channels™". Fyrir innan það er einangrunarefni sem er næst blöðrunni svo hún hitni sem minnst vegna líkamshita. Mikið af endurskini er á öllum hliðum til að auka sýnileika.

Boðið er upp á fjölda geymsluhólfa að framan, aftan og á hliðum ásamt bráðsniðugum hlutum eins og neyðarflautu, festingar fyrir stafi og teygjukerfi að aftan sem hægt er að smeygja hlutum undir.
 

 

 

 

Nýlegar Vörur