• 5026-nthn-very-berry-back
  • 5026-nthn-very-berry-front-float
  • 5026-nthn-very-berry-back-float

Nathan Intensity Bladder 6L

Verð : 19.990 kr

Vörunúmer : 5026NVB

Lagerstaða : Til á lager


Nathan Intensity hlaupavestið er mjög létt með 2L vatnsblöðru og góðan stuðning svo hann hreyfist sem best með þér.

Eitt stórt hólf og eitt lítið að aftan. Stóra hólfið er fyrir vatnsblöðru og fyrir geymslu. Minna hólfið er með tveimur minni vösum inní og klemmu fyrir lykla og vasa fyrir annað smádót. Framaná eru tveir vasar með frönskum rennilás og henta vel undir gel og einn renndur sem er góður fyrir símann sem er vatnsfráhrindandi. Aftaná eru einnig bönd sem hægt er að stilla til að veita stuðming við bakið þannig pokinn hreyfist sem best í takt við þig. Endurskin er allann hringinn svo þú sjáist vel í myrkri.

Vatnsblaðran er að sjálfsögðu án BPA og PVC efna. Opið efst á blöðrunni er breitt og gott bæði til að auðvelda áfyllingu og þrif en einnig er hægt að snúa blöðrunni á rönguna. Slangan er tengd með svokölluðu "Plug-N-Play" hraðtengi. Slangan sjálf er mjúk og stúturinn er með "Bite Valve".

Gríðarlega mjúkt og vandað mesh efni í axlarólum og baki sem andar vel og minnkar nudd og núning. Létt en sterkt efni í ripstop hönnun í ytrabyrði.

 

 

 

 

 

 

Nýlegar Vörur