• MD883641

McDavid 8836 Elite Compression Sleeves

Verð : 5.990 kr

Vörunúmer : 8836 Black

Lagerstaða : Til á lager

Vörunúmer:
Stærð

Kálfahlífarnar frá McDavid eru í algjörlega hæsta gæðaflokki. Það er mikið til af vörum í þessum flokk á markaðnum en margt af því stendur ekki undir væntingum... það er ekki erfitt að framleiða þröngan sokk! En það þarf mikla þekkingu og nákvæmni í framleiðslu til að hlífarnar skili því sem þær eiga að gera. Þessar McDavid hlífar eru framleiddar úr ótrúlega mjúku og þægilegu hDc efni sem veitir mjög góðan stuðning. Efnið skilar framúrskarandi öndun og svitafærslu.

Eins og áður kom fram þá er nákvæmni í framleiðslu mjög mikilvæg, til að hafa bestu og jákvæðustu áhrifin á blóðflæði og losun úrgangsefna frá vöðvunum verður þrýstingurinn að vera mestur við ökklann og minnka markvisst upp að hné(graduated compression). McDavid framleiðir sínar hlífar í heimsklassa verksmiðju í Sviss, við ökklann veita þær 21,0mmHg en við hné 14,7mmHg. Flest önnur merki hafa ekki einu sinni nákvæmnina til að geta gefið mmHg(mælieining á þrýsting) tölurnar upp með kommu. Einnig er stærðartaflan mjög nákvæm svo að þrýstingurinn skili sér sem allra best. Til dæmis er samkeppnisaðili með hlífar á svipuðu verði þar sem 8 cm eru á milli stærða en 2-4 cm á milli stærða hjá McDavid sem skilar sér í nákvæmari og skilvirkari þrýsting.


Compression hlífar henta fyrir alla og þessar hlífar er hægt að nota lengi án þess að þær hafi nein neikvæð áhrif eða valdi óþægindum.

Virka frábærlega ef þú finnur fyrir beinhimnubólgu, stífum kálfum, verkjum í hásin eða vilt fyrirbyggja slík meiðsli og auka afköst bæði í átaki og endurheimt.

 

Pakkinn inniheldur par.

 

Hlífarnar má þvo í þvottavél með mildu þvottaefni við 30° án mýkingarefnis. Ekki nota þurrkara.


Stærð fer eftir ummál um kálfa þar sem hann er sverastur, standið í fótinn þegar mælt er og beygið hné örlítið.

  • Small: 33-37 cm
  • Medium: 37-41 cm
  • Large: 41-43 cm
  • X-Large: 43-44 cm
  • XX-Large: 44-48 cm

Tengdar vörur