• 110276-092-a-transcend-5
  • 110276-092-h-transcend-5
  • 110276-092-s-transcend-5
  • 110276-092-o-transcend-5
  • 110276-092-m-transcend-5
  • 110276-092-l-transcend-5

Brooks Transcend 5

Verð : 23.990 kr

Vörunúmer : 1102761D092

Lagerstaða : Til á lager

Vörunúmer:
Skóstærð

Brooks Transcend eru með öflugustu skónum okkar. Þeir eru með einstakan 'Guiderails' stuðningsramma sem veitir stuðning bæði að innan- og utanverðu og þar af leiðandi hentar hann ótrúlega mörgum. Einnig eru þeir mýkstu og mest höggdempandi skórnir frá Brooks ásamt Glycerin týpunni. Transcend er í 'Cushion' flokknum hjá Brooks sem hægt er að lesa nánar um í textanum 'Að velja hlaupaskó'.

Dempunarefnið í Transcend er 'Super DNA' sem veitir 25% meiri dempun en 'DNA' miðsólinn sem er notaður í flestar gerðir hjá Brooks. Efnið og hönnun miðsólans með 'IDEAL Pressure Zones' tækninni dreifir orkunni úr niðurstiginu út til hliðanna og því í burtu frá fætinum og líkamanum og minnka þar af leiðandi álag. 'Super DNA' er með miklu magni af gelblöndu í frauðefninu sem tryggir jafna dempun hvort sem þú lendir á hælnum, miðfætinum eða táberginu.

Stuðningurinn sem þessi skór veitir er ólíkur öllum öðrum skóm á markaðnum. 'Guiderails' stuðningsramminn heldur við að innan- og utanverðu og vinnur með utanáliggjandi hælkappa til að minnka snúning á hæl og leggbeini sem minnkar tog og álag upp í hné en þessir skór voru hannaðir að miklu leiti með þá sem eru með hnémeiðsli í huga.

Yfirbyggingin var algjörlega tekin í gegn í þessari útgáfu með '3D Fit Print' stuðningslínum um miðfótinn til að auka virkni stuðningsrammans og 'Air Mesh' með '4-Way Stretch" sem mótast vel að fætinum og teygist með honum þegar hann þrútnar út ásamt því að anda frábærlega. Einnig er mikil bólstrun í hælkappanum og tungunni til að gera skóinn enn mýkri og þægilegri.


Transcend er því frábær kostur fyrir flesta hlaupara og sérstaklega þá sem glíma við meiðsli eða verki í hnjám. Þeir henta bæði fyrir byrjendur og vana hlaupara í hvaða vegalengd sem er.

Hæðarmismunur hæls og tábergs er 8mm og hann vegur 306g í stærð 42,5. Áætluð ending er 800-1000km.
 

 

Tengdar vörur

Nýlegar Vörur