• 120282-872-a-ricochet
  • 120282-872-o-ricochet
  • 120282-872-s-ricochet
  • 120282-872-h-ricochet
  • 120282-872-m-ricochet
  • 120282-872-l-ricochet

Brooks Ricochet

Verð : 22.990 kr

Vörunúmer : 1202821B872

Lagerstaða : Til á lager

Vörunúmer:
Skóstærð

Ricochet er ný viðbót við fjaðrandi línuna hjá Brooks og brúar bilið milli Levitate og Launch en miðsólinn á Ricochet er tvískiptur, efra lagið er 'DNA Amp' úr Levitate og neðra lagið er 'BioMoGo DNA' úr Launch. Þetta er því skór með mikla fjöðrun og stuðlar að meiri svörun og meiri hraða. Ricochet er í 'Energize' flokknum hjá Brooks sem hægt er að lesa nánar um í textanum 'Að velja hlaupaskó'.

Miðsólinn á er tveggja laga, bæði lögin innihalda 'DNA' gelblönduna frá Brooks sem eykur mýktina og fjöðrunina. Efra lagið er 'DNA Amp' sem er mest fjaðrandi efnið frá Brooks en það er blanda af 'Polyurethane Foam(PU)' og 'DNA' gelsins ásamt því að vera umvafið 'Thermoplastic Polyurethane(TPU) sem myndar skel eða húð sem hamlar skónum að dreyfa orku út frá hliðum miðsólans og eykur þar af leyðandi fjöðrunina og veitir meiri orku aftur í skrefið. Neðra lagið er 'BioMoGo DNA' sem er miðsólefnið notað í flesta skó frá Brooks. Það veitir góða fjöðrun í bland við höggdempun.


Undirsólinn er hannaður til að flýta fyrir færslunni úr niðurstigi yfir í fráspark með svokölluðu 'Midfoot Transition Zone' og mesti sveigjanleikinn í miðsólanum er örlítið aftar heldur en í flestum öðrum skóm frá Brooks til að búa til meiri flöt fyrir tábergið að þrýsta á í frásparki.

Yfirbyggingin er ofin úr svokölluðu 'Fit Knit' efni sem er mjúkt og þægilegt, andar vel og minnkar hættu á nuddi og núning. Öll yfirbyggingin virkar nánast eins og sokkur og hælsvæðið er með þægilegri bólstrun og efni sem heldur hælnum vel niðri í skónum. Hælkappinn er þéttur og veitir góðan stuðning í niðurstiginu.

Við mælum fyrst og fremst með Ricochet fyrir vanari hlaupara og byrjendur í góðu líkamlegu ástandi sem vilja fjaðrandi og hraðari skó í lengri sem styttri vegalengdir.

Hæðarmismunur hæls og tábergs er 8mm og þeir vega 292g í stærð 42,5. Áætluð ending er um 800-1000km.

 

Tengdar vörur

Nýlegar Vörur