• 110314-088-a-revel-3
  • 110314-088-m-revel-3
  • 110314-088-l-revel-3_0
  • 110314-088-o-revel-3
  • 110314-088-h-revel-3
  • 110314-088-s-revel-3

Brooks Revel 3

Verð : 17.990 kr

Vörunúmer : 1103141D088

Lagerstaða : Til á lager

Vörunúmer:
Skóstærð

Brooks Revel eru ótrúlega þægilegir! Þeir anda best af öllum skónum frá Brooks og eru svakalega mjúkir með hlutlausan stuðning. Þó skórnir séu hannaðir sem hlaupaskór henta þeir frábærlega í göngur, vinnu og daglega notkun.

Dempunarefnið í Revel er 'BioMoGo DNA' sem er með gelblöndu í frauðinu sem veitir jafna og góða dempun í öllum miðsólanum. Hann dreifir orkunni úr niðurstiginu vel út til hliðanna og þar af leiðandi í burtu frá fætinum og líkamanum og minnkar þannig álag en hann veitir einnig smá fjöðrun til að gefa kraft í frásparkið.

Yfirbyggingin er úr 'Flat Knit' efni sem er mjög mjúkt, nánast saumalaust og aðlagast vel að fætinum ásamt því að veita frábæra öndun. Um miðfótinn er efnið ofið þéttar til að veita aukinn stuðning án þess að þyngja skóinn eða bæta við saumum. Þægilegur stuðningur frá hælkappanum með þægilegri bólstrun, 
skórnir eru að sjálfsögðu með lausum innleggjum fyrir þá sem nota sérgerð innlegg.

Ótrúlega flottur, léttur og þægilegur skór á frábæru verði.

Hæðarmismunur hæls og tábergs er 8mm og vegur 249g í stærð 42,5. Áætluð ending er 600-800km.
 

 

Tengdar vörur

Nýlegar Vörur