• 120286-077-a-ravenna-10
  • 120286-077-s-ravenna-10
  • 120286-077-m-ravenna-10
  • 120286-077-l-ravenna-10

Brooks Ravenna 10

Verð : 19.990 kr

Vörunúmer : 1202861B077

Lagerstaða : Til á lager

Vörunúmer:
Skóstærð

Ravenna er léttur og fjaðrandi skór með innanfótarstuðning. Hann hentar ótrúlega vel í bæði styttri og lengri vegalengdir á hærra tempói. Í þessari útgáfu er nýjasta kynslóðin af 'Guiderails' innanfótarstuðningnum sem fer einstaklega vel með hnén. Ravenna er í 'Energize' flokknum hjá Brooks sem hægt er að lesa nánar um í textanum 'Að velja hlaupaskó'.

Miðsólinn er úr 'BioMoGo DNA' sem inniheldur gelblöndu í frauðefninu og er hannað til að veita góða fjöðrun í bland við höggdempun. Hönnun miðsólans og undirsólans er gerð til að gefa þér orkuna úr niðurstiginu fljótt aftur í skrefið til að veita þér aukinn kraft í frásparkið. Svokallað 'Midfoot Transition Zone' flýtir fyrir færslunni frá niðurstigi yfir í fráspark og stuðlar því að auknum hraða. Auk þess er þykkara fjaðrandi gúmmí ('Blown Rubber') undir táberginu sem veitir þéttari og meira fjaðrandi flöt í frásparkið.

Nýjasta kynslóðin af 'Guiderails' innanfótarstuðningnum er ólíkt öllu öðru á markaðnum. Hann var hannaður fyrst og fremst með hné í huga og hvernig hnjáliðirnir hreyfast miðað við fótinn. Við innanverðan hæl og framundir iljaboga er lengri og þéttari stuðningur en við utanverðan hæl er vægari og mýkri stuðningur til að halda hælnum, ökklanum og hnénu í sem bestu samvinnandi stöðu. Einnig er þægilegt aðhald frá hælkappanum með mjúkri bólstrun sem eykur stöðugleika í niðurstigi. 

Yfirbyggingin er mjög létt og andar frábærlega. Hún er tvískipt en innra lagið er nokkurs konar sokkur sem faðmar fótinn sem minnkar nudd og núning en ytra lagið er ofið misþétt eftir svæðum til að tryggja styrk og stuðning þar sem þess þarf en er teygjanlegra og mótast með fætinum í gegnum skrefið til að hámarka þægindi og öndun.

Við mælum fyrst og fremst með Ravenna fyrir vanari hlaupara í hraðari hlaup, hvort sem það eru styttri eða lengri vegalengdir. Þeir eru til dæmis mjög vinsælir sem keppnisskór í heilt og hálft maraþon. Fyrir byrjendur í góðu líkamlegu ástandi myndum við mæla með að nota þá aðallega í styttri og hraðari hlaup. Einnig eru þeir góður kostur í alhliða líkamsrækt.

Hæðarmismunur hæls og tábergs er 10mm og hann vegur 235g í stærð 40. Áætluð ending er 600-800km.
 

 

 

 

Tengdar vörur

Nýlegar Vörur