• 110291-492-a-puregrit-7
  • 110291-492-h-puregrit-7
  • 110291-492-s-puregrit-7
  • 110291-492-o-puregrit-7
  • 110291-492-m-puregrit-7
  • 110291-492-l-puregrit-7

Brooks PureGrit 7

Verð : 19.990 kr

Vörunúmer : 1102911D492

Lagerstaða : Til á lager

Vörunúmer:
Skóstærð

Brooks PureGrit er léttur, lipur og skemmtilegur utanvegaskór. Þeir eru með blöndu af höggdempun og fjöðrun ásamt því að vera flatari en hefbundnir utanvegaskór. PureGrit er í 'Connect' flokknum hjá Brooks sem hægt er að lesa nánar um í textanum 'Að velja hlaupaskó'.

Dempunarefnið í PureGrit er 'BioMoGo DNA' sem er með gelblöndu í frauðinu sem veitir jafna og góða dempun í öllum miðsólanum. Hann dreifir orkunni úr niðurstiginu vel út til hliðanna og þar af leiðandi í burtu frá fætinum og líkamanum og minnkar þannig álag en hann veitir einnig smá fjöðrun til að gefa kraft í frásparkið. Hönnun sólans er flatari en hefbundnir utanvegaskór ásamt því að vera með rúnaðan hæl sem gerir miðfótar og tábergs niðurstig þægilegra en einnig tekur skórinn vel við hæl lendingu. Undir táberginu er grjótvörnin 'Ballistic Rock Shield' sem hefur það umfram margar aðrar hefbundnar plötur að vera ótrúlega sveigjanleg ásamt því að verja tábergið frá beittum hlutum í undirlaginu.

Yfirbyggingin er úr slitsterkara efni en í götuskóm og er þéttara svo að minni hætta sé á sandi og litlum steinum að komast inn í skóinn. Einnig eru '3D Rubber Print' á helstu álagssvæðum til að auka styrk og endingu. Hælkappinn er þéttur og veitir góðan stuðning í niðurstiginu. Skórinn er ekki vatnsvarinn og hleypir því vatni í gegnum sig ef vaðið er ár eða læki.

Undisólinn er úr 'Sticky Rubber' sem gefur mikið grip og er notast við ýmiss konar mynstur á mismunandi svæðum, það tryggir góða bremsun þegar hlaupið er niður á við og minnkar hættu á fóturinn skriki í óstöðugu undirlagi en veitir auðvitað líka gott grip áfram.

PureGrit hefur lengi verið mjög vinsæll kostur fyrir þá sem vilja léttan og lipran utanvegaskó án þess að fórna vörninni sem þeir veita og hentar til dæmis fullkomlega fyrir hlaup á hærra tempói.

Hæðarmismunur hæls og tábergs er 4mm og vegur 272g í stærð 42,5. Áætluð ending er 400-600km.