• 110275761APureFlow7
  • 110275761HPureFlow7
  • 110275761SPureFlow7
  • 110275761MPureFlow7
  • 110275761LPureFlow7
  • 110275761OPureFlow7

Brooks PureFlow 7

Verð : 14.000 kr 19.990 kr

Vörunúmer : 1102751D761

Lagerstaða : Til á lager

Vörunúmer:
Skóstærð

PureFlow er léttur og lipur skór sem hentar frábærlega í hraðari hlaup og hentar líka vel í almennar æfingar í líkamsrækt svo sem metabolic, bootcamp og crossfit. Þeir eru með hlutlausa styrkingu og blöndu af dempun og fjöðrun. PureFlow er í 'Connect' flokknum hjá Brooks sem hægt er að lesa nánar um í textanum 'Að velja hlaupaskó'.

Dempunarefnið í PureFlow er 'DNA LT' sem er með gelblöndu í frauðinu sem veitir jafna og góða dempun ásamt fjöðrun, einnig er efnið 10% léttara en hefbundna 'BioMoGo DNA' sem er notað í flesta aðra skó hjá Brooks. Hönnun sólans gerir hann einstaklega sveigjanlegan og virkar því skórinn enn léttari á fæti. Miðsólinn er aðeins flatari en í hefbundnum hlaupaskóm ásamt því að vera með rúnaðan hæl sem gerir miðfótar og tábergs niðurstig þægilegra en tekur þó líka vel við hæl lendingu, einnig hjálpar það við aukið jafnvægi í almennum æfingum.

Yfirbyggingin er úr léttu teknísku efni sem andar en er sterkara en í fyrri útgáfum svo að skórnir þoli betur æfingar. Góður stuðningur er frá þéttum hælkappa með mjúkri bólstrun.

Við mælum frekar með PureFlow sem hlaupaskóm fyrir vanari hlaupara og þá aðallega í hraðari hlaup en jafnframt fyrir byrjendur og vana í líkamsrækt.

Hæðarmismunur hæls og tábergs er 4mm og vegur hann 252g í stærð 42,5. Áætluð ending sem hlaupaskór er um 400-600km.
 

Tengdar vörur