• 120266-652-a-launch-5
  • 120266-652-o-launch-5
  • 120266-652-s-launch-5
  • 120266-652-m-launch-5
  • 120266-652-h-launch-5
  • 120266-652-l-launch-5

Brooks Launch 5

Verð : 14.000 kr 17.990 kr

Vörunúmer : 1202661B652

Lagerstaða : Til á lager

Vörunúmer:
Skóstærð

Launch er léttur og fjaðrandi skór með hlutlausri styrkingu. Hann hentar ótrúlega vel í bæði styttri og lengri vegalengdir á hærra tempói. Launch er í 'Energize' flokknum hjá Brooks sem hægt er að lesa nánar um í textanum 'Að velja hlaupaskó'.

Miðsólinn er úr 'BioMoGo DNA' sem inniheldur gelblöndu í frauðefninu og er hannað til að veita góða fjöðrun í bland við höggdempun. Hönnun miðsólans og undirsólans er að gefa þér orkuna úr niðurstiginu fljótt aftur í skrefið til að veita þér aukinn kraft í frásparkið. Svokallað 'Midfoot Transition Zone' flýtir fyrir færslunni frá niðurstigi yfir í fráspark. Einnig er þykkara fjaðrandi gúmmí ('Blown Rubber') undir táberginu sem veitir þéttari og meira fjaðrandi flöt í frásparkið.

Í yfirbygginguna er nú notað nýtt efni sem er ofið þéttar á þeim svæðum sem þurfa meiri styrk og stuðning en opnara á öðrum svæðum til að tryggja hámarks öndun, það bæði minnkar sauma og léttir skóna. Hælkappinn veitir mjög þéttan og góðan stuðning með mjúkri og þægilegri bólstrun.

Fyrsta útgáfan af Launch kom út árið 2009 og var óbreytt til ársins 2012 og ætluðu þá Brooks að taka skóna úr línunni vegna minnkunar á sölu og vinsældum, en það var enn dyggur aðdáendahópur Launch sem mótmæltu og það var meira að segja til #savethelaunch á Twitter. Auðvitað hlustuðu Brooks og Launch var 'Re-Launched' árið 2015, síðan höfum við séð skóna verða betri og betri og eru gríðarlega vinsælir hjá okkur. Lesa má frekar um þessa skemmtilegu sögu hér á bloggi RunningWarehouse og bloggi Brooks.

Við mælum fyrst og fremst með þeim fyrir vanari hlaupara í hraðari hlaup, hvort sem það eru styttri eða lengri vegalengdir. Þeir eru til dæmis mjög vinsælir sem keppnisskór í heilt og hálft maraþon. Fyrir byrjendur í góðu líkamlegu ástandi myndum við mæla með að nota þá aðallega í styttri og hraðari hlaup.

Hæðarmismunur hæls og tábergs er 10mm og þeir vega 213g í stærð 40. Áætluð ending er um 600-800km.

 

Tengdar vörur

Nýlegar Vörur