• 110288-795-a-ghost-11
  • 110288-795-o-ghost-11
  • 110288-795-m-ghost-11
  • 110288-795-l-ghost-11

Brooks Ghost 11

Verð : 20.990 kr

Vörunúmer : 1102881D795

Lagerstaða : Til á lager

Vörunúmer:
Skóstærð

Brooks Ghost er mest verðlaunaði skór síðustu 11 ára í stærsta hlaupatímariti heims Runner's World og þessi útgáfa vann Editor's Choice verðlaunin. Þessi útgáfa er með enn betri dempun í hæl en fyrri gerðir og veita skemmtilega blöndu af höggdempun og fjöðrun og eru með hlutlausa styrkingu. Ghost er í 'Cushion' flokknum hjá Brooks sem hægt er að lesa nánar um í textanum 'Að velja hlaupaskó'.

Ghost inniheldur glænýtt dempunarefni í hælsvæðinu 'DNA Loft' sem er mest höggdempandi efni sem hefur komið frá Brooks og líklega mest höggdempandi efnið á markaðnum. Restin af miðsólanum er úr sama efni og hefur verið í öllum sólanum í fyrri útgáfum af Ghost eða 'BioMoGo DNA' sem er með gelblöndu í frauðinu sem veitir jafna og góða dempun í miðsólanum. Þeir sem hafa því notað Ghost áður geta búist við svipaðri upplifun og tilfinningu og forverar Ghost 11 en með enn meiri höggdempun á hælsvæðinu. Bæði 'DNA Loft' og 'BioMoGo DNA' dreifa orkunni úr niðurstiginu vel út til hliðanna og þar af leiðandi í burtu frá fætinum og líkanum og minnka þar með álag upp stoðkerfið en veita einnig smá fjöðrun tilbaka til að gefa kraft í frásparkið.

Yfirbyggingin er úr svokölluðu 'Engineered Mesh' sem er ofið þéttar á þeim svæðum sem þurfa meiri styrk og stuðning en opnara á öðrum svæðum til að tryggja hámarks öndun. Á Ghost er stífur og stöðugur hælkappi með mjúkri og þægilegri bólstrun sem veitir góðan stuðning í niðurstiginu.


Það er ekki að ástæðulausu að Ghost er ár eftir ár einn allra vinsælasti skórinn á markaðnum meðal hlaupara og margverðlaunaður. Þetta er skór sem hentar bæði byrjendum og lengra komnum í hvaða vegalengd sem er.

Hæðarmismunur hæls og tábergs er 12mm og hann vegur 269g í stærð 40. Áætluð ending er 800-1000km.
 

 

Tengdar vörur

Nýlegar Vörur