• 110286-064-a-dyad-10
  • 110286-064-m-dyad-10
  • 110286-064-s-dyad-10
  • 110286-064-l-dyad-10

Brooks Dyad 10 'Extra Wide'

Verð : 20.990 kr

Vörunúmer : 1102864E064

Lagerstaða : Til á lager

Vörunúmer:
Skóstærð

Brooks Dyad er breiðasti skórinn okkar enda í 4E breidd sem er 'Extra Wide'. Hann er mjög stöðugur bæði að innan- og utanverðu og hentar frábærlega með sérgerðum innleggjum. Einnig veita þeir framúrskarandi höggdempun og mýkt í öllum sólanum. Dyad er í 'Cushion' flokknum hjá Brooks sem hægt er að lesa nánar um í textanum 'Að velja hlaupaskó'.

Dempunarefnið í Dyad er 'BioMoGo DNA' sem inniheldur gelblöndu í frauðinu sem dreifir álaginu úr niðurstiginu út til hliðanna og þar af leiðandi í burtu frá fætinum og líkamanum. Undirsólinn veitir gott grip og hönnun hans gerir skóna mjög stöðuga.

Yfirbyggingin er úr mjúku mesh efni sem andar mjög vel og mótast vel eftir fætinum. Hælkappinn er stífur með mjúka bólstrun og styður vel við hælinn og ökklann í niðurstiginu.

Dyad hentar í alhliða notkun, hvort sem um hlaup, göngur, vinnu eða daglega notkun er að ræða. Breiddin sem hann veitir er mörgum nauðsynleg og einnig hversu vel hann hentar með sérgerðum innleggjum.

Hæðarmismunur hæls og tábergs er 10mm og vegur 329g í stærð 42,5. Áætluð ending í hlaupum er 800-1000km.

Tengdar vörur

Nýlegar Vörur