• 110310-686-a-cascadia-14

Brooks Cascadia 14

Verð : 16.792 kr 20.990 kr

Vörunúmer : 1103101D686

Lagerstaða : Til á lager

Vörunúmer:
Skóstærð

Brooks Cascadia eru vinsælustu og öflugustu utanvegaskórnir okkar. Cascadia eru margverðlaunaðir og hafa reynst frábærlega í íslenskri náttúru. Þeir eru svakalega stöðugir og veita góða höggdempun. Nú fjórtánda útgáfan er með enn betra og meira grip en forverar sínir ásamt því að þeir eru talsvert léttari en áður. Þó skórnir séu hannaðir í utanvegahlaup henta þeir frábærlega í göngur utan- sem innanbæjar.

Allur miðsólinn á Cascadia er úr 'BioMoGo DNA' sem inniheldur mikið af geldempun í gegnum allan skóinn, því veitir hann jafna og góða dempun í ójöfnu undirlagi og óháð hlaupastíl eða niðurstigi. Miðsólinn er hannaður til að taka við orkunni sem kemur í niðurstiginu og færa hana út til hliðanna og þar af leiðandi í burtu frá fætinum og líkamanum sem minnkar álag upp stoðkerfið. Bæði að framan og aftan sem og innan- og utanverðu er 'Pivot Point' stöðugleikakerfið, það hjálpar skónum að aðlagast betur að ójöfnum í undirlagi svo að ökklinn þurfi minna að bregðast við þeim og minnkar þreytu á löngum hlaupum, þessi svæði má sjá á hliðum miðsólans og eru í öðrum lit en restin af miðsólanum. Undir táberginu er grjótvörnin 'Ballistic Rock Shield' sem hefur það umfram margar aðrar hefbundnar plötur að vera ótrúlega sveigjanleg ásamt því að verja tábergið frá beittum hlutum í undirlaginu. Tekið skal fram að dempunarefnið í Cascadia er ögn stífara en í hefbundnum götuhlaupaskóm til að auka stöðugleika því undirlagið er yfirleitt mýkra.

Yfirbyggingin er úr slitsterkara efni en í götuhlaupaskóm og er þéttara svo að minni hætta sé á sandi og litlum steinum að komast inn í skóinn. Skórinn er ekki vatnsvarinn og hleypir því vatni í gegnum sig ef vaðið er ár eða læki. Hinsvegar einnig til önnur útfærsla af skónum með vatnsheldri Gore-Tex öndunarfilmu. Yfirbyggingin og tungan andar vel og er mýkri og léttari en nokkru sinni áður. Hælkappinn er stöðugur og með mjúka og góða bólstrun að innan ásamt því að aftan á hælnum er franskur rennilás til að festa grjóthlífar, einnig er vasi á tungunni til að stinga reimunum. Skórnir eru að sjálfsögðu með lausum innleggjum fyrir þá sem nota sérgerð innlegg.

Í þessari útgáfu er gripið enn betra, aðallega vegna nýjustu gúmmíblöndu Brooks sem heitir TrailTack. Efnið er gríðarlega gripmikið og heldur gripinu lengi yfir líftíma skóna. Undirsólinn er að sjálfsögðu grófari en undir götuhlaupaskóm en miklar pælingar í hönnuninni til að veita hámarks grip bæði þegar hlaupið er niður í móti og minnka hættu á skriki til hliðanna.


Cascadia hefur lengi verið vinsælasti utanvegaskórinn okkar og hafa reynst frábærlega. Þeir eru til dæmis frábærir á Laugarveginn og í önnur ultra maraþon.

Nú eru þeir enn léttari en áður og vega 303g í stærð 42,5 fyrir herra og 269g í stærð 40 fyrir dömur og hæðarmismunur hæls og tábergs er 8mm. Áætluð ending er 800-1200km.
 

 

Nýlegar Vörur