• 120284-467-a-adrenaline-gts-19
  • 120284-467-s-adrenaline-gts-19
  • 120284-467-m-adrenaline-gts-19
  • 120284-467-l-adrenaline-gts-19

Brooks Adrenaline GTS 19

Verð : 20.990 kr

Vörunúmer : 1202841B467

Lagerstaða : Til á lager

Vörunúmer:
Skóstærð

Adrenaline GTS er mjúkur og höggdempandi skór með innanfótarstuðning. Í þessari útgáfu er nýjasta kynslóðin af 'Guiderails' innanfótarstuðningnum sem fer einstaklega vel með hnén. Adrenaline er sú gerð sem hefur verið lengst í línunni hjá Brooks en þetta er nítjánda útgáfan af þeim! Til gamans má nefna að GTS í nafninu stendur fyrir Go-To-Shoe. Adrenaline er í 'Cushion' flokknum hjá Brooks sem hægt er að lesa nánar um í textanum 'Að velja hlaupaskó'.

Þeir eru nú mýkri og meira höggdempandi en nokkru sinni áður en hönnunin á nýju kynslóðinni af 'Guiderails' innanfótarstuðningnum býður upp á meiri mýkt og Adrenaline inniheldur nú 'DNA Loft' dempunarefnið í hælsvæðinu sem er mest höggdempandi efni sem komið hefur frá Brooks og líklega mest höggdempandi efni á markaðnum. Restin af miðsólanum er úr sama efni og áður hefur verið í Adrenaline eða 'BioMoGo DNA'. Bæði 'DNA Loft' og BioMoGo DNA' innihalda mikið magn af geldempun blandað við frauðefnin og veita jafna og góða dempun í gegnum allan botninn, hvort sem þú lendir á hælnum, miðfætinum eða táberginu. Bæði 'DNA Loft' og 'BioMoGo DNA' dreifa orkunni úr niðurstiginu vel út til hliðanna og þar af leiðandi í burtu frá fætinum og líkanum og minnka þar með álag upp stoðkerfið en veita einnig smá fjöðrun tilbaka til að gefa kraft í frásparkið.

Nýjasta kynslóðin af 'Guiderails' innanfótarstuðningnum er ólíkt öllu öðru á markaðnum. Hann var hannaður fyrst og fremst með hné í huga og hvernig hnjáliðirnir hreyfast miðað við fótinn. Við innanverðan hæl og framundir iljaboga er lengri og þéttari stuðningur en við utanverðan hæl er vægari og mýkri stuðningur til að halda hælnum, ökklanum og hnénu í sem bestu samvinnandi stöðu. Einnig er frábært aðhald frá hælkappanum með mikilli mjúkri bólstrun sem eykur stöðugleika í niðurstigi. 

Yfirbyggingin er úr svokölluðu 'Engineered Mesh' sem er ofið þéttar á þeim svæðum sem þurfa meiri styrk og stuðning en opnara á öðrum svæðum til að tryggja hámarks öndun. Einnig eru '3D Fit Print' saumlausar stuðningslínur við hæl og miðfót sem veita aukinn stuðning án þess að þyngja skóna.

Adrenaline er því frábær kostur fyrir flesta hlaupara og sérstaklega þá sem glíma við meiðsli eða verki í hnjám. Þeir henta bæði fyrir byrjendur og vana hlaupara í hvaða vegalengd sem er. Auðvitað eru skórnir líka frábærir í göngur, líkamsrækt eða vinnu.

Hæðarmismunur hæls og tábergs er 12mm og hann vegur 272g í stærð 40. Áætluð ending er 800-1000km.
 

 

 

 

Tengdar vörur

Nýlegar Vörur