• 120268026AAdrenalineGTS18_1
  • 110271026SAdrenalineGTS18
  • 110271026LAdrenalineGTS18
  • 110271026MAdrenalineGTS18
  • 110271026HAdrenalineGTS18
  • 110271026AAdrenalineGTS18
  • 110271026OAdrenalineGTS18

Brooks Adrenaline GTS 18

Verð : 14.000 kr 19.990 kr

Vörunúmer : 1102711D026

Lagerstaða : Til á lager

Vörunúmer:
Skóstærð

Brooks Adrenaline GTS er gerðin sem er hefur verið lengst í línunni hjá Brooks en þetta er átjánda árið! Þessi útgáfa er að okkar mati sú allra besta hingað til en þeir eru bæði mýkri og léttari en nokkru sinni fyrr, enda hlutu þeir Editor's Choice verðlaunin frá Runner's World sem er stærsta hlaupatímarit heims. Til gamans má nefna að GTS í nafninu stendur fyrir Go-To-Shoe. Adrenaline er með góða höggdempun og mjög öfluga og stöðuga innanfótarstyrkingu. Adrenaline er í 'Cushion' flokknum hjá Brooks sem hægt er að lesa nánar um í textanum 'Að velja hlaupaskó'.

Dempunarefnið í Adrenaline er 'BioMoGo DNA' sem er með gelblöndu í frauðinu sem veitir jafna og góða dempun í öllum miðsólanum. Hann dreifir orkunni úr niðurstiginu vel út til hliðanna og þar af leiðandi í burtu frá fætinum og líkamanum og minnkar þannig álag en hann veitir einnig smá fjöðrun til að gefa kraft í frásparkið. Innanfótarstyrkingin er tvískipt og heitir 'Progressive Diagonal Rollbar' því efnið að innanverðu er stíft, svo umlykur millistíft efni þá styrkingu og loks tekur við mjúka dempunarefnið, þetta gefur mikinn og góðan stuðning án þess að þrýsta undir iljarnar.

Að okkar mati hafa skórnir aldrei verið flottari en núna eru þeir gerðir úr nýjustu kynslóð af 'Engineered Mesh' sem er ofið þéttar á þeim svæðum sem þurfa meiri styrk og stuðning en opnara á öðrum svæðum til að auka öndun og teygjanleika. Einnig eru '3D Fit Print' saumlausar stuðningslínur aftast sem veita aukinn stuðning án þess að þyngja skóna. Til að fullkomna stuðninginn er svo stífur hælkappi með mjúka og þægilega bólstrun og tungan er einnig vel bólstruð.


Adrenaline er skórinn fyrir þá sem eru með innhalla og vilja góða höggdempun hvort sem það er fyrir styttri eða lengri vegalengdir.

Hæðarmismunur hæls og tábergs er 12mm og þeir vega 283g í stærð 42,5. Áætluð endin er um 800-1000km.
 

Tengdar vörur

Nýlegar Vörur