SkilmálarBoðið er upp á tvo greiðslumöguleika. Annars vegar bankamillifærslu á reikning Eins og Fætur Toga ehf., kt. 591010-0260 rk. 0526-26-5926 og með greiðslukorti í gegnum öruggt greiðslusvæði hjá viðurkenndum þjónustuaðila.

Almennur skilafrestur eru 14 dagar. Varan skal vera ónotuð, í upprunalegum umbúðum og framvísun greiðslukvittunar eru skilyrði endurgreiðslu. Endursending á vörum til skila eða skiptana er á ábyrgð kaupanda nema ef um gallaða eða ranga vöru er að ræða.

Pöntun er afhend Íslandspósti allt að 2 virkum dögum eftir að staðfesting pöntunar berst og gilda afhendingar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu pöntunar. Eins og Fætur Toga býður upp á ókeypis heimsendingu á þeim svæðum sem sú þjónusta Íslandspósts er í boði ef pöntun nær 9.990kr eða meira.


Öll verð eru með virðisaukaskatti (24% eða 11%). Verð geta breyst án fyrirvara vegna rangra verðupplýsinga, innsláttar-, tækni- eða prentvillna. Seljandi áskilur sér rétt til að rifta kaupum sé greitt rangt verð vegna innsláttar-, tækni- eða prentvillna.

Sé pöntuð vara ekki til verður boðin önnur sambærileg vara eða endurgreiðsla.

Seljandi er Eins og Fætur Toga ehf., kt. 591010-0260, Bæjarlind 4, 201 Kópavogi og heitir viðskiptavinum fullum trúnaði um allar uppgefnar upplýsingar í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila.

Allt efni á gongugreining.is er eign Eins og Fætur Toga ehf. og er öll afritun og endurdreifing með öllu óheimil nema með skriflegu leyfi.