Fréttir

Göngugreiningar á landsbyggðinni

17.09.2019

Við verðum á ferðinni með göngugreiningar landið í september og október. Þú getur séð hér staði og dagsetningar í september.
Hægt er að bóka tíma í göngugreiningu í síma 55 77 100 milli kl 10-18 virka daga og milli 11-16 á laugardögum. Þú getur einnig bókað tíma í göngugreiningu  á heimasíðunni okkar með því að 
smella hér á www.gongugreining.is.
Ef það er ekki komin föst dagsetning í þínu bæjarfélagi er hægt að skrá sig á biðlista með því að hringja í okkur eða senda tölvupóst.
Ef þú finnur fyrir óþægindum í baki, mjöðmum, hnjám eða fótum væri gott fyrir þig að koma í göngugreiningu. Göngugreining kostar aðeins 5.990 kr (4.990 kr fyrir 16 ára og yngri).

Hlynur Andrésson bætti eigið Íslandsmet í 5.000 metra hlaupi

30.07.2019

Hlynur Andrésson bætti eigið Íslandsmet í 5.000 metra hlaupi á mótinu KBC Nacht í Belgíu laugardaginn 20. júlí 2019. Hann kom í mark á 13:57,89 mínútum hann hljóp í Elmn8 Brooks gaddaskóm.
 

Hlynur sló 36 ára gamalt íslandsmet í 10km hlaupi í skóm frá Brooks

28.03.2019

Hlynur Andrésson stórbætti Íslandsmetið í 10km götuhlaupi þann 24. Mars í Brunssum í Hollandi. Gamla metið var 30:11 mín frá Jón Dick síðan 1983. Hlynur er því einnig fyrstu Íslendinga til að hlaupa undir 30 mín í 10 km götuhlaupi.

Hlynur leggur áherslu á að vera í fyrsta flokks skóm og hefur hann bæði keppt og æft í skóm frá Brooks í mörg ár.  Hlynur tók fram í fésbókarfærslu um hlaupið að hann keppti í Brooks Hyperion, sem fást bara í Eins og Fætur Toga. Hlynur hefur einnig verið að æfa lengri æfingar í Glycerin og Richochet í tempo hlaupum, en annars er hann yfirleitt í Levitate á öðrum æfingum.

Hátíðaropnun 2018

16.12.2018

17. desember 10-20
18. desember 10-20
19. desember 10-20
20. desember 10-20
21. desember 10-20

22. desember 11-20
23. desember 11-20

24. desember Lokað
25. desember Lokað
26. desember Lokað

27. desember 10-18
28. desember 10-18
29. desember 11-16

30. desember Lokað
31. desember Lokað
1. janúar Lokað

Venjulegur opnunartími frá og með 2. janúar

Ný verslun í Orkuhúsinu!

05.09.2018

Við höfum opnað nýja og stórglæsilega verslun í Orkuhúsinu, Suðurlandsbraut 34, 108 Reykjavík til viðbótar við verslun okkar í Bæjarlind 4.

Framlengjum útsölunni!

21.08.2018

Við höfum framlengt útsölunni út þessa viku ásamt því að lækka verðið á skónum niður í 14.000kr parið!

Fit & Run Expo 16. og 17. ágúst

15.08.2018

Við verðum með bás á skráningarhátíðinni í Laugardalshöllinni fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Þar erum við með sölu á skóm, fatnaði, sokkum og ýmsu öðru. Við bendum á að þá geta myndast villur í birgðakerfi og þar með hvaða vörur eru fáanlegar á vefversluninni.

Nýtt vörumerki - Pjur Active

15.08.2018

Pjur Active er nýtt vörumerki hjá okkur með snilldar vöru sem heitir 2skin, það er efni sem veitir vörn gegn nuddsárum og blöðrum.