Þjónusta í verslun

Alltaf er fagfólk með sérþekkingu í verslun sem getur aðstoðað viðskiptavini með val á skóbúnaði og sérhæfðum fatnaði.

Setjum tábergspúða, ilstuðning og/ eða hækkunarpúða í skó á meðan beðið er.

Neglum skó meðan beðið er (ekkert betra í hálkunni).

Skoðun á niðurstigi með þar til gerðum búnaði.  Í kjölfarið er mælt með skóbúnaði og/eða ráðlagt um frekari greiningu eða annari meðferð.

Skór valdir í verslun af sérfræðingum í göngugreiningum, hlaupaskór, léttir gönguskór og frábærir vinnuskór.

Fótavörur í úrvali.

 

Tökum á móti hópum í fyrirlestra, kynningar, skoðun og greiningu.

 

Fyrirlestrar og námskeið

Höfum aðgang að frábærum Íþróttasálfræðingi, sjúkraþjálfurum, næringarfræðingi, einkaþjálfurum, íþróttanuddara, íþróttafræðingum, hlaupurum, íþróttafólki o.fl.

 

Vandaðir vinnuskór

Fyrir þá sem vinna á fótunum erum við með mikið úrval af skóm, allt frá sandölum til sérhannaðra upphárra gönguskóa. Við erum þeir einu með Pro línu Ecco af vinnuskóm.

Við bjóðum bjóðum mikið úrval af öflugum hlaupaskóm fyrir heilbrigðisstarfsmenn, sjúkraþjálfara, kennara, leikskólakennara, skólaliða, þjóna, kokka, verslunarfólk, lagerstarfsmenn, einkaþjálfara, nuddara o.fl. einfaldlega vegna þess ef þú ert í starfi sem krefst þess að þú sért mikið á fótunum eru engir skór heppilegri en öflugir hlaupaskór.

Við erum ekki að tala um Nike Free eða sambærilega tískuskó heldur skó eins og Brooks Transcend, Glycerin, Ghost og Adrenaline, Asics Nimbus og Kayano, Adidas Supernova, Mizuno, Prophecy, Creation og Inspire.

Erum með mikið úrval af vönduðum Ecco sandölum, léttum gönguskom og gönguskóm.