Tæknilýsing á Asics hlaupaskóm

IGS er tæknileg stýring á niðurstigi, hjálpar fætinum að rúlla náttúrulega frá lendingu að fráspyrnu. IGS er mismunandi eftir íþróttagreinum og jafnvel eftir skógerðum.

GEL er gert úr Silikoni og hefur einstaka höggdempunar eiginleika. Gelið er í mismunandi stífleikum og er staðsett á mismunandi stöðum í miðsólanum eftir íþróttagrein og skógerð. Gelið heldur höggdempandi eiginlekum sínum út líftíma skónna og springur aldrei.

Solyte er léttasta miðsólaerfnið í Asics skóm. Solyte er verulega endingargott, hefur mikinn stöðugleika og góða höggdempun, Solyte er fljótt að koma sér í upprunalega mynd eftir niðurstig. Solyte hefur sett alveg ný viðmið þegar kemur að miðsólaefni.

SpEva hefur þúsundir af mólikúlum sem gerir SpEva miklu fljótara að koma sér í sína uprunalegu mynd efir niðursig en venjulegt EVA. EVA er algengast miðsólaefnið í hlaupaskóm. SpEva er líka mun sterkara en venjulegt EVA. SpEva finnst í mismunadndi stífleikum eftir því hvaða flokki skórnir tilheyra. SpEva 65 er stífast og finnst í mest styrktu skónum, SpEva 55 finnst í Stöðugum skóm og SpEva 45 hefur minnstan stífleika en mesta dempun og finnst aðalega í Normal / höggdempandi skóm.

Solyte leistar eru búnir til úr copopolymer sem er sérstklega höggdempandi og aðlagast vel. Solyte efnið hefur mismunandi stífelika eftir því hvaða flokki skórnir tilheyra, Solyte 65 í mest styrktu skónum, Solyte 55 í Stöðugum skóm og Solyte 45 í skónum sem eru mest höggdempandi. Mýktin á efninu eykst eftir því sem talan er lægri.

PHF er froðukent efni í hælhluta skónna. Efnið lagar sig eftir hælnum og skórnir passa betur og líkurnar á blöðrum og öðrum óþægindum minnka verulega.

SPACE TRUSSTIC hjálpar til við að lyfta undir holrúmið sem myndast undir ilinni þegar stóra táin beygist í fráspyrnunni (Windalss mechanism). Einnig gerir SPACE TRUSSTIC skóinn stöðugri og léttari.

Guidence Line er skora eftir skónum endilöngum, skoran tryggir að hlaupaferilinn sé alltaf sá sami í hverju skrefi. Skoran er hluti af snilld IGS.

DUOMAX er hluti af kjarnatækni Asics og kemur í veg fyrir skekkjur inn á við í hæl og ökkla. Miðsólinn er stífari að innanverðu sem gefur nauðsynlegan stöðugleika.

SOFT TOP DUOMAX, efsti hlutinn af Duomax styrkingunni er hafður aðeins mýkri til að minnka mögukegan núning undir iljunum.

GENDER SPECIFIC Forfoot CUSHIONING (GSFC) er sérstök Solyte mýking í framhluta miðsólans í kvennskóm, gerir það að verkum að léttari konur finna betur fyrir mýktinni undir táberginu.

GENDER SPECIFIC SPACE TRUSSTIC SYSTEM,(GSSTS) konur eru með lægri il en karlmenn og stuðningurinn undir ilina er neðar og er lengri.

PLUS 3 er hækkunin á hælhlutanum í Asics kvennskóm, hækkunin minnkar álagið á kálfann og hásinina.

TRUSSTIC SYSTEM er stíf brú á milli afturhluta og framhluta skónna, hún styður við ilina og minnkar innhalla. Brúin eykur stöðugleika og léttir skóna.

PROPULSION PLATE er Trusstic plata sem er lengd undir framfótinn, skórinn verður stöðugri og fráspyrnan verður stífari en öflugri.

DYNAMIC CRADDLE er sérstök stífa úr EVA efni sem eykur stuðninginn að innanverðu eða utanverðu. Notað t.d. í Gel-Nimbus til að auka stuðninginn að utanverðu.

Asymmetrical Lasing Design sem minnkar núning og pirring frá reimum, eykur þægindi og bætir passformið.

DuraSponge Outsole blásið gúmí undir framfætinum, eykur höggdempun og endingu.

RACING LAST er boginn leisti sem gefur góða sveigju í framfætinum. Finnst eingöngu í hraðaskóm.

GORE TEX er filma í yfirbyggingunni sem er 100% vatnsheld og með góða öndun.

ROCK PROTECTION PLATE er plata undir framfætinum sem ver fótinn fyrir skörpum brúnum, steinum og þess háttar. Er í öflugustu utanvega hlaupaskónum.

Removable Sockliner er innlegg úr EVA efni sem er mótar eftir skónum og mótast að fætinum. Hægt er að skipta út fyrir sérsmíðuð innlegg.

3M eru þrívíð endurskinsmerki og eru í flestum Asics útiskóm.

AHAR + er slitsterkt blásið gúmmý sem er á mestu slitflötunum í ytri sólanum, aðalega á lendingarsvæðinu aftast á utanverðum hælnum. Eykur höggdempun og endingu skónna.

ComforDry eru laus innlegg með tvöföldu lagi af höggdempun, annað lagið styður við fótinn en hitt er latt og lagast að fætinum.

Trail Sensor System er gagnvirkt kerfi sem tryggir hámarks grip á ójöfnu undirlagi.

Trail Specific Outsole eru andstæðir kubbar í ytri sólanum, veita gott grip hvort sem farið er upp eða niður halla.

Magic Sole hleypir hita og raka í gegnum ytri sólann, léttir skóinn og eykur öndun (innanhússkór).

Pguard sérstyrkt gúmí í kringum táhettuna eykur styrkinn í skónum (innanhússkór).

NC Rubber Outsole er efnasamband sem inniheldur hrágúmí í staðinn fyrir venjukegt gúmí, eykur sérstklega grip á parketi.