Brooks Glycerin er okkar mest seldi skór og þessi nýja útgáfa hlaut „Best Update“ verðlaunin frá Runners World. Helstu breytingar frá fyrri útgáfu er yfirbyggingin og smávægilegar breytingar á undirsóla.

 

Brooks Transcend er byltingakenndur skór að því leiti að hann er með „Guide Rail“ stuðningsramma í stað innanfótarstyrkingar. „Guide Rail“ ramminn styður við bæði að innanverðu og utanverðu, því hentar þessi skór í raun öllum fóttýpum, hvort sem um innhalla, úthalla eða hlutlausan hlaupaferil er að ræða.