Motion Control – sérstyrktir að innanverðu

Fyrir hverja?motion-control

Yfir 8% innhalla.

Flatur fótur.

Skakkir hælar og ökklar.

Mjög þunga.

 

Vandamál:

Oft verkir undir il, í hælum og ökklum. Stundum í mjöðmum og baki.

Hné oft mjög slæm.

Ef ilsig er mikið öðru megin koma oft verkir í mjaðmir og bak (sjá mynd að ofan).

Yfirleitt betri með sérsmíðuðum innleggjum, þurfa oft að vera breið.

 

Lausnir:

Sérgerð höggdempandi innlegg með góða fleyga undir innanverðan hælinn og fyrsta tábergsliðinn. Skór bygðir á beinan leista, sérstyrktir að innanverðu (gráa svæðið á skónum fyrir neðan), breiðir og djúpir, með góðan hælkappa og stöðugleikaplötu undir miðsólanum. Ef sérgerð innlegg eru notuð er það okkar skoðun að oftast þurfi ekki Motion Control skó, stöðugir skór hafa nógan stuðning og eru breiðir s.s. Brooks Adrenaline. Það er óþarfi að stoppa alveg innhallan því ef hann er ekki meira en 5° með innleggjunum gefur hann ákveðna höggdempun.

 

Brooks Beast

Brooks Beast

Dæmi um skó:

Asics Gel Evolution

Asics Gel Foundation

Brooks Beast

Brooks Ariel