Fróðleiksmolar um fætur og hlaup

Kolvetnahleðsla

Hlauparar geta hlaðið um 2000 kaloríur af kolvetni í líkamanum – sem dugar til að hlaupa um 30 km.

Maraþon

Árið 2005 var meðal hlaupatími í maraþonhlaupi 4.32.08 klst. hjá körlum og 5.06.08 klst. hjá konum.
Heimsmetið er 2.04.26 klst. sett af Haile Gebresellassie frá Eþíópíu í Berlín árið 2010, maraþon hefur verið hlaupið hraðar en ekki fengist staðfest vegna of mikils meðvinds. Reiknað er með að á næstu 4-5 árum hlaupi einhver á tíma undir 2 klst.

Sala á hlaupaskóm

 • Á hverju ári eru seldir yfir 1 milljarður af hlaupaskóm í heiminum.
 • Á Íslandi er salan um 70.000 pör árlega.
 • Hlauparar eru ca. 60% konur 40% karlar

Fóturinn er flókið fyrirbæri

Í einum fæti eru 26 bein, 33 liðamót, 112 liðbönd, net af sinum, taugum og æðum sem þurfa að vinna saman þegar gengið er eða hlaupið. Þegar hlaupnar eru 10 mílur (16 km.) eru notuð um 15.000 skref og álagið er þrisvar til fimm sinnum eigin líkamsþyngd. Rannsóknir hafa sýnt að keppnishlauparar taka á milli 185-200 skref á mínútu.

Höggdempun líkamans

Undir hælnum og táberginu er fituvefur sem virkar sem höggdempun fyrir fótinn, liðir gefa eftir við álag og virka eins og höggdempun, vöðvarnir gefa eftir og virka þannig einnig sem höggdempun, bakið er auk þess S-laga og virkar þannig sem höggdempun, ef ilin gefur eftir allt að 6° virkar hún sem höggdempun fyrir. Þegar allt þetta er lagt saman má segja að líkaminn hafi þó nokkra innbyggða höggdempun.

Svitnarðu á fótunum

Fóturinn getur framleitt um 0,5 lítra af svita á dag.

Styttu skrefin

Þegar 5000 m. hlauparar minnkuðu skrefin í hlaupaferlinu minnkaði álag á bein og vöðva umtalsvert og beinsköðum fækkaði um 33%.

Stutt áfangaþjálfun virkar frábærlega

Þú brennir fimm sinnum fleiri hitaeiningum með því að spretta í 8 sek. og skokka í 12 sek. á 20 mín. langri æfingu í samanburði við hlaup í 40 mín á sama hraða.

Of mikil hlaup auka líkurnar á veikindum

Rannsóknir sýna að hlauparar sem hlaupa lengri vegalengdir en 80 km. á viku tvöfalda líkurnar á veikindum, sérstaklega í öndunarfærum. Þeir sem hlaupa aftur á móti 30-50 km. á viku styrkja ónæmiskerfið og minnka líkurnar á veikindum.

Hlaup styrkir bein

Beinþéttni í sköflungi karls spretthlaupara er 15-16% þéttari og þar með sterkari en í venjulegu fólki á sama aldri.

Þrýstifatnaður raunverulega virkar

Könnun á meðal spretthlaupara sýnir að 43% eru síður aumir eða með harðsperrur í vöðvum fyrstu 24 tímana eftir æfingar ef þeir nota sérgerðan þrýstifatnað. Hlauparar sem notuðu hnéháa þrýstisokka þegar þeir voru að hlaupa á hlaupabretti hlupu að meðaltali 6% hraðar en þeir sem hlupu í venjulegum sokkum.

Mikill kraftur

Þegar við hlaupum myndar hjartað nógan kraft til að spýta blóði nálægt 10 metrum.

Við notum vöðvana

Það þarf um 200 vöðva til að taka eitt skref.

Við fljúgum

Þegar við hlaupum eru báðir fætur á lofti í hluta af hlaupaferlinum.

Hvernig lenda hlaupararnir

 • 70% af hlaupurum lenda á hælnum, þar af flestir sem hlaupa lengra en 5 km.
 • 20% lenda á flötum fætinum, þar af eru flestir 800-1500m hlauparar.
 • 10% lenda á táberginu sem er venjulegt hjá spretthlaupurum, 100-400m.

Hvernig er skiptingin á hlaupurum eftir fótlagi

 • 35% af hlaupurum hafa of miklar skekkjur í hælum/ökklum (over pronation).
 • Álíka margir (30-35%) eru með álagið of mikið út á jarkann (under pronation).
 • Þeir sem eftir standa eru eðlilegir (þ.e. normal pronation).

Erfitt að vera kona

 • Konur eru 10 sinnum líklegri til að fá í mjóbakið við hlaup en karlmenn.
 • Konur eru helmingi líklegri til að fá í hnén við hlaup en karlmenn.
 • Konur eru þrisvar sinnum líklegri tl að meiðast í rassvöðvanum, aðallega gluteus medius.
 • Konur eru með breiðari mjaðmir og hlutfallslega styttri lærbein en karlar, þess vegna verður innsnúningur (kiðfættur) sem getur skýrt fleiri meiðsli hjá konum en hjá körlum. Lærbeinin koma að hnjáliðnum í skarpara horni. Hnén þurfa að virka sem meiri höggdemparar en hjá körlum.

Ending á hlaupaskóm fer aðalega eftir

 • Þyngd hlauparans.
 • Skekkjum í niðurstigi.
 • Undirlagi sem hlaupið er á.
 • Umhirðu og geymslu.
 • Skóflokk frá framleiðanda og hver framleiðandinn er.