Hyperice

Byltingarkennd hönnunHyperice
Hyperice þrýstihlífarnar eru hannaðar til að veita hámarks þrýsting á ákveðinn líkamspart, hver lína, beygja og bugða er úthugsuð til að tryggja rétt form og hámarka virkni. Marglaga teygjanlegir franskir lásar eru bara ein af mörgum nýjungum sem eru notaðar í hlífarnar.

Hyperice hlífarnar samanstanda af tveimur hlutum sem vinna saman sem ein heild til að hámarka kælingu og þrýsting og þannig stuðla að betri endurheimt líkamans.

Þessir tveir hlutir eru:
1. Hyperice íspoki
Er með loftstút sem lofttæmir pokann. Venjulegt ískurl eða gerviís (Hyperice Fuel) er notað vegna frábærra eiginleika við að draga hita frá líkamanum.

2. Hyperice þrýstihlíf.
Hlífin er hönnuð til að setja þrýsting á íspokann, við það þrýstist allt loft að yfirborði pokans. Með því að ýta á loftstútinn á pokanum er allt loft tekið úr pokanum og þrýstihlífin kemst alltaf í snertingu við ísinn. Við þetta verður til hámarks kæling og þrýstingur á sama tíma á þeim líkamsparti sem þarf meðferð.

Einungis bestu fáanlegu efni
1. Nýtt vatnshelt og teygjanlegt efni er notað til að búa til íspokann, þannig að hann lagast að líkamanum.
2. Frágangurinn gerir mögulegt að festa ólarnar allstaðar á yfirborð hlífarinnar og koma þannig á þrýstingi þar sem hann er mikilvægastur, hægt að auka þrýsting með því að færa ólarnar.

Nákvæm bygging
1. Hálsinn á íspokanum læsir pokann við þrýstihlífina og eykur þannig stöðugleika.
2. Þéttihringir að innanverðu og að utanverðu hindra allan vatnsleka.
3. Víður tappinn auðveldar að hægt er að setja ís í flestum stærðum ofan í íspokann.

Örþunnur íspokinn er fljótur að kæla líkamspartinn. Hátækniefni úr gervifrumum með bakteríudrepandi eiginleikum kemur í veg fyrir sveppi og myglu. Pokinn er sterkur og þolir mikla notkun. Efnið í pokanum teygjanlegt og leggst að líkamanum án þess að á hann komi gat eða aðrar skemmdir.

Ný vara væntanleg frá Hyperice: Vyper sem er hágæða foam rúlla með þremur stillingum á víbringi. Við bíðum verulega spennt eftir þessari vöru sem hefur fengið frábæra dóma.

Hyperice-Vyper