Hvað getur pronation skekkja gert mikinn skaða

Mikill meirihluti af þeim sem prónera (90%) eru með einhverja skekkju í leggbeininu.  Orsökin er að utanverður hællinn lendir fyrst á jörðinni þegar gengið er eða hlaupið. Þú getur staðfest þetta með því að skoða hvort skórnir slitna ekki örugglega á utanverðum hælnum. Þegar stigið er í allan fótinn skekkist hann inn á við og af því að ökklinn virkar eins og liðband snýst ökklinn aðeins inn á við og getur valdið verkjum og jafnvel tognunum í ökkla. Veldur þetta líka oft verkjum undir ilinni við hælinn (plantar fasciitis). Þegar ökklinn gefur eftir og ilin sígur, fylgir leggurinn (tibia) á eftir og snýst inn á við, þessi snúningur getur valdið skemmdum á liðböndum og liðþófum í hné og getur leitt til krónískra hnéverkja og meiðsla sem er algengt hjá íþróttafólki. Þessi snúningur veldur innsnúningi á lærlegg og mjöðm. Þetta veldur svo framhalla á mjaðmagrind og veldur auknu álagi á mjóbak, getur valdið verkju í mjóbaki og jafnvel sliti í mjóbaksliðum.

Pronation skekkju má laga með innleggjum og réttum skóbúnaði

Sérsmíðuð innlegg frá Eins og Fætur Toga

Innleggin eru með góðum stuðningi undir ilinni sem minnkar álagið á plantar sinina. Til að rétta af skekkjuna í ökklanum eru settir fleygar undir innleggin að innanverðu, þykktin fer eftir því hvað skekkjan er mikil, fleygarnir minnka innhallann verulega. Innleggin eru sett í íþróttaskó sem eru stífari að innanverðu (Dual density), sérstaklega djúpir og með laus innlegg s.s. Asics Evolution (mikil skekkja), Fondation (mikil skekkja), Kayano (meðal skekkja), 2150 (meðal skekkja) eða 1150 (meðal skekkja). Innleggin og skórnir vinna frábærlega saman við að minnka innhalla og koma þannig í veg fyrir ýmis vandamál í stoðkerfinu.

Asics Gel Kayano

Asics Gel Kayano er verðlaunaðasti hlaupaskórinn á markaðinum og á vinsældirnar að þakka frábærri blöndu af höggdempun og stöðugleika. Kayano er hannaður fyrir þá sem þurfa skó vegna of mikils innhalla (over pronation). Á nýjasta Kayano voru gerðar endurbætur á hælhluta skósins. (P.H.F).  Froða sem lagar sig að hælnum í fyrstu skiptin sem farið er í skóinn minnkar núning og fóturinnn verður stöðugri í skónum. Gel höggpúðarnir í hæl og táhluta Kayano henta sérstaklega vel til að draga úr höggi þeirra sem hafa innhalla í fætinum (over pronation).