Höggdempun líkamans

Á undanförnum 30 árum hefur undirlag hlaupara breyst mjög mikið frá því að vera mjúkt moldarlag yfir í malbikaðar brautir og því mikilvægt að líkaminn geti staðist álagið sem harða undirlagið veitir honum.  Undir hælnum og táberginu er fituvefur sem virkar sem höggdempun fyrir fótinn.  Ef ilin gefur eftir allt að 6° virkar hún einnig sem slík. Liðamót í ökklum, hnjám og mjöðmum gefa eftir við álag og virka sem höggdempun, bakið er S laga og virkar þannig einnig á sama hátt. Vöðvarnir slaka og spenna og virka þannig einnig sem höggdempun fyrir líkamann.

Þegar öll þessi atriði eru lögð saman má segja að líkaminn veiti þó nokkra höggdempun.