Göngu- og hlaupagreining

Göngu- og hlaupagreining er fyrir alla sem eru með einkenni í baki, mjöðmum, nára, hnjám, framan á leggjum, ökklum og hælum.  Einnig fyrir þá sem fá sinadrátt eða eymsli í kálfa/iljar eða tær, aflaganir á fæti s.s. auka bein og óeðlilegan vöxt beina. Göngugreining er mikilvæg fyrir alla þar sem álag er mikið á fótum.

Lesa meira…

Greining barna

Hvað er skoðað?

Skekkjur í hælum, ökklum og hvernig álagið er upp í hné. Hreyfanleiki liða er skoðaður og athugað hvort fitupúðarnir undir fótunum eru í lagi.

Búnaður

Göngugreining barna er gerð með upptökubúnaði, tölvu og myndvinnsluforriti, RSscan hátækni tölvuþrýstiplötu og stafrænu hallamáli eftir þörfum.

Lesa meira…

Hópgreining

Starfsfólk Eins og Fætur Toga hefur ferðast um allt land og haldið fyrirlestra og veitt ráðgjöf um skóbúnað og tengt efni. Haldnir hafa verið fyrirlestrar inni á heilbrigðisstofnunum, á sjúkraþjálfarastofum, í hlaupahópum, fyrir eldri borgara og fyrir íþróttafélög og íþróttalið. Starfsfólk Eins og Fætur Toga hefur farið með fyrirlestra og ráðgjöf um hreyfingu og skóbúnað inn í stærri fyrirtæki sem eru með heilsudag eða daga.

Lesa meira…

Footbalance innlegg- skóval

Eftir Footbalance tölvugreiningu eru innleggin eru hituð í þar til gerðum ofni og sérmótuð fyrir þínar fætur.

Með Footbalance innleggjum færð þú stuðning undir hælinn, iljarbogann og tábergið. Þar sem fæturnir er undirstaðalíkamans er mikilvægt að þeir séu með stuðning á réttum stöðum, skekkjur í hælum/ökklum geta leitt til verkja upp í leggi, hné, mjaðmir og bak.

Lesa meira…