Greining barna

Verð: 4.990 kr.greining-barna-1

Tími: 20-25 mín.

Hvenær eiga börn að koma í göngugreiningu? 

 • Börn með einkenni í hnjám, leggjum, ökklum, hælum, kálfum eða undir iljum.
 • Börn með aflaganir á fæti s.s. auka bein eða óeðlilegan vöxt beina.
 • Börn með skekkjur inn á við í hælum og/eða ökklum og jafnvel í hnjám.
 • Börn sem eru löt að ganga og kvarta undan þreytu við minnsta álag.
 • Börn sem kvarta undan pirringi eða verkjum þegar komið er upp í rúm.
 • Börn sem vakna grátandi eða pirruð á næturna vegna fótaverkja.

Hvað er skoðað?greining-barna-2

Skekkjur í hælum, ökklum og hvernig álagið er upp í hné. Hreyfanleiki liða er skoðaður og athugað hvort fitupúðarnir undir fótunum eru í lagi.

Búnaður

Göngugreining barna er gerð með upptökubúnaði, tölvu og myndvinnsluforriti, RSscan hátækni tölvuþrýstiplötu og stafrænu hallamáli eftir þörfum.

Hvað er til ráða eftir göngugreiningu

 • Ráðleggjum um skóbúnað, bæði inni og úti.
 • Leiðréttum skekkjur með sérsmíðuðum innleggjum.
 • Leiðréttum skekkjur með skóbreytingum.greining-barna-3
 • Ráðleggjum við val á æfingum.
 • Ráðleggjum lækni eða sjúkraþjálfara.

Eftirfylgni.

Ef barnið hefur þurft innlegg vegna skekkju í fótum þarf það að koma aftur í greiningu eftir ca. 12-16 mán eða þegar innleggið er orðið of lítið. Staðan er endurmetin og ákvörðun tekin um hvort barnið þurfi að vera með innlegg áfram eða hvort komið sé nóg. Oft eru innleggin bara tímabundið til að bregðast við verkjum eða þreytu. Ef innleggin eru að plaga eða einhver augljós breyting verður hjá barninu á fyrstu 3 mánuðum sem barnið er að nota innleggin, er hægt að koma í skoðun hjá sérfræðingi og fá breytingu eða lagfæringu á innleggjum, barninu að kostnaðarlausu.