Fróðleiksmolar um fætur og hlaup

Kolvetnahleðsla

Hlauparar geta hlaðið um 2000 kaloríur af kolvetni í líkamanum – sem dugar til að hlaupa um 30 km.

Maraþon

Árið 2005 var meðal hlaupatími í maraþonhlaupi 4.32.08 klst. hjá körlum og 5.06.08 klst. hjá konum.
Heimsmetið er 2.04.26 klst. sett af Haile Gebresellassie frá Eþíópíu í Berlín árið 2010, maraþon hefur verið hlaupið hraðar en ekki fengist staðfest vegna of mikils meðvinds. Reiknað er með að á næstu 4-5 árum hlaupi einhver á tíma undir 2 klst.
Lesa meira…

Hvað getur pronation skekkja gert mikinn skaða

Mikill meirihluti af þeim sem prónera (90%) eru með einhverja skekkju í leggbeininu.  Orsökin er að utanverður hællinn lendir fyrst á jörðinni þegar gengið er eða hlaupið. Þú getur staðfest þetta með því að skoða hvort skórnir slitna ekki örugglega á utanverðum hælnum. Þegar stigið er í allan fótinn skekkist hann inn á við og af því að ökklinn virkar eins og liðband snýst ökklinn aðeins inn á við og getur valdið verkjum og jafnvel tognunum í ökkla. Veldur þetta líka oft verkjum undir ilinni við hælinn (plantar fasciitis).
Lesa meira…

Höggdempun líkamans

Á undanförnum 30 árum hefur undirlag hlaupara breyst mjög mikið frá því að vera mjúkt moldarlag yfir í malbikaðar brautir og því mikilvægt að líkaminn geti staðist álagið sem harða undirlagið veitir honum. Undir hælnum og táberginu er fituvefur sem virkar sem höggdempun fyrir fótinn.
Lesa meira…

6 þekkt einkenni í fótum

Hjá hlaupurum og hjá þeim sem eru mikið á fótunum í vinnu og/eða í frístundum.

Verkir í sinabreiðu iljar (Plantar Fasciitis)

Skilgreining:Bólgur og/eða slit í stóru sininni (PF) undir fætinum (PF), aðalega við hælinn.
Orsakir: Innhalli / flatur fótur, há rist, skyndileg aukning á álagi, þyngdar aukning, lélegir sandalar.

Einkenni: Verkir í hælnum, hælspori, verkur undir iljum fyrst á morgnana og eftir setu eða aðra hvíld yfir daginn.
Lesa meira…