greining1 GÖNGU- OG HLAUPAGREINING

Verð: 5.990 kr.

Tími: 20-30 mín.

Fyrir hverja?

Göngu- og hlaupagreining er fyrir alla sem eru með einkenni í baki, mjöðmum, nára, hnjám, framan á leggjum, ökklum og hælum.  Einnig fyrir þá sem fá sinadrátt eða eymsli í kálfa/iljar eða tær, aflaganir á fæti s.s. auka bein og óeðlilegan vöxt beina. Göngugreining er mikilvæg fyrir alla þar sem álag er mikið á fótum.

greining2

Hvað er skoðað?

Skekkjur í hælum, ökklum og hvernig álagið er upp í hné, mjaðmir og bak. Mislengd ganglima er mæld, athugað með lausa liði, tábergssig, ilsig og hvort fitupúðar í hælum og tábergi eru í lagi.

Búnaður

Göngu- og hlaupagreining er framkvæmd með hlaupabretti, upptökubúnaði, tölvu og myndvinnsluforriti.  Notast er við  RSscan hátækni tölvuþrýstiplötu og stafrænt hallamál.

Hvað er til ráða eftir göngugreiningu?

greining3

  • Ráðleggjum um skóbúnað fyrir vinnu og frístundir.
  • Leiðréttum skekkjur og mislengd með sérsmíðuðum innleggjum.
  • Leiðréttum mislengd með þar til gerðum púðum og/eða hækkunum á skóm.
  • Byggjum undir táberg og / eða il ef um tábergs- eða ilsig er að ræða.
  • Mælum með hitahlífum / spelkum ef þarf.
  • Vísum á lækni eða sjúkraþjálfara eftir þörfum.

Eftirfylgni

Verð: 0 kr.

Tími: 10 – 15 mín.

Viðskiptavinur getur komið í endurmælingu eftir 12 -16 vikur ef hann hefur þurft innlegg eða hækkun vegna mislengdar ganglima.  Gerð er endurmæling til að staðfesta fyrri mælingu og/eða ganga úr skugga um að ekki hafi orðið breyting á þessum tíma.  Ef innleggin eru að plaga á þessum 12-16 vikum getur viðskiptavinurinn komið til okkar í Bæjarlind, fengið viðtal hjá sérfræðingi og lagfæringu á innleggjum sér að kostnaðarlausu.