Að mörgu að hyggja þegar velja á hlaupaskó

Byrjendur ættu að kaupa bestu skóna sem í boði eru fyrir þá, tilhneigingin er að þegar fólk byrjar noti það gamla skó eða ódýra vegna óvissu um hvað hlaupin endist. Þarna er smá hugsanafeill, eftir því sem skórnir eru verri eru meiri líkur á að þú haldir ekki áfram vegna verkja frá stoðkerfinu. Góða skó er alltaf hægt að nota þó þú sért ekki að hlaupa í þeim.
Við göngum og/eða hlaupum alltaf meira og meira á hörðu undirlagi. Bakverkir og fótamein eru orðin algengur fylgifiskur hins daglega lífs. Þegar þú byrjar að hlaupa eða byrjar hlaup aftur eftir hlé tekur það líkamann langan tíma að byggja upp styrk í beinum liðum og liðböndum til að mæta þessum breytingum.

Allir stóru hlaupaskóframleiðendurnir framleiða skó með fjölbreytta eiginleika fyrir mismunandi fótlag og niðurstig. Hlaupaskór hafa stungið flestan skóbúnað af í tæknilegu tilliti og eru orðnir mjög sérhæfðir og því auðvelt að kaupa skó sem henta ekki. Algengustu skóflokkarnir í hlaupaskóm eru:

Stöðugir, normal og styrktir að innanverðu.
Þarfir hlauparans eru misjafnar þegar kemur að skóbúnaði. Sumir þurfa breiða, aðrir létta og enn aðrir þurfa mikla höggdempun, þess vegna eru hlaupaskór framleiddir fyrir misjafnt fótlag og ólíkt niðurstig.

40% af meiðslum hlaupara orsakast af röngu vali á hlaupaskóm. Þegar keyptir eru nýir hlaupaskór þarf að taka margt með í reikninginn.

hlaupaskór

 

Æfingaskór endast 800-1200 kr.
Æfingaskórnir eru þyngstir 280-360 gr. eru með stærstu höggpúðana, betri hælkappa og stifari sóla, yfirbyggingin er öflugri og þeir eru tæknilegustu skórnir. Hennta fyrir byrjendur, í öll lengri hlaup og fyrir þunga hlaupara.

Léttir æfingaskór endast 500-700 km.
Léttir æfingaskór eru léttari en æfingaskór, með minni höggpúða og ekki eins öfluga yfirbyggingu. Henta fyrir spretti, hraða leiki, brautarhlaup og sem keppnisskór í lengri hlaupum.

Keppnisskór endast 200-400 km.
Keppnisskór eru léttastir, með minnistu höggdempunina og ekki eins sterka yfirbyggingu. Eins og nafnið segir til um eru þeir eingöngu notaðir í keppni og á keppnislíkum æfingum.

 

Hvaða skór eru keyptir og hvað þeir duga lengi fer eftir mörgum þáttum.
Á að nota skóinn í lengri hlaup (+7 km.) eða í styttri hlaup (-7km.).
Á að nota skóna á götunni, á hlaupabraut, á hlaupabretti eða utan vega.
Á að nota skóna í spretti, á lengri hlaupum eða í keppni.
Ætlar þú að hlaupa í bleytu eða bara þegar það er gott veður.
Ertu þungur hlaupari (Kona yfir 70 kg, og karl yfir 85 kg).
Eru skekkjur í fótunum eða einhver meyðsli sem eru að hrjá þig.
Ertu með mislengd ganglima.
Ertu að fara að nota skóna til að ganga í eða í vinnu á fótunum.

Það eru ekki ný sannindi að skórnir skipti miklu máli, en hvaða skór henta best? Mikilvægt er að fá ráðleggingar fagfólks við val á réttum skóm. Rangur skóbúnaður getur ýtt undir hættu á meiðslum og valdið óþægindum í stoðkerfinu s.s. ökklum, hnjám, mjöðmum og baki. Best er að fara í göngugreiningu til að ganga úr skugga um að skekkjur í stoðkerfinu eða að skórnir verði þess ekki valdandi að þú náir ekki settu markmiði.

Lýður B. Skarphéðinsson / lydur@gongugreining.iskaupa-hlaupaskó-2
Elva Björk Sveinsdóttir / elva@gongugreining.is
Íþróttafræðingar og sérfræðingar í göngugreiningum

Þegar kaupa á skó skaltu:
• Koma með gömlu skóna, góður sölumaður getur séð ýmislegt af sliti skónna.
• Gefa sölumanninum eins miklar upplýsingar um þig og þú getur (lítill fótur, breiður, plattfótur, há rist o.sv.frv.).
• Segja hvert undirlagið er sem þú gengur eða hleypur mest á (malbik, utan vega, á hlaupabraut eða á hlaupabretti).
• Segja hve langt þú ert að ganga eða hlaupa.
• Máta skóna í hlaupasokkum eða þeim sokkum sem þú hleypur í.
• Takta skóna vel rúma, tærnar eiga hvergi að koma við. Fóturinn á að geta hreyfst aðeins í skónum 1 – 1.5 cm fyrir framan tá er oft notað sem viðmiðun, tilhneigingin er að taka hlaupaskó of litla.
• Hafa dempun í hælnum og helst undir táberginu.
• Hælkappinn sé stífur og veiti nauðsynlegan stuðning.
• Skórinn hafi stífan millisóla til að auka stöðugleikann.
• Skórinn sé þannig í laginu að hann henti þínu fótlagi og með styrkingar eins og niðurstigið segir til um.