6 þekkt einkenni í fótum

Hjá hlaupurum og hjá þeim sem eru mikið á fótunum í vinnu og/eða í frístundum.

Verkir í sinabreiðu iljar (Plantar Fasciitis)

plantar-fasciitis

 

Skilgreining: Bólgur og/eða slit í stóru sininni (PF) undir fætinum (PF), aðalega við hælinn.

Orsakir: Innhalli/flatur fótur, há rist, skyndileg aukning á álagi, þyngdar aukning, lélegir sandalar.

Einkenni: Verkir í hælnum, hælspori, verkur undir iljum fyrst á morgnana og eftir setu eða aðra hvíld yfir daginn.

Meðferð og fyrirbyggjandi aðgerðir: Innlegg með stuðningi undir ilina & hækkun undir innanverðan hælinn. Mjúkir skór með góðri höggdempun, teygjur og nætursokkur hjálpar líka.

plantar-fasciitis2.

 

 Áhrif þungunar á fætur

þungun-og-fætur

Skilgreining: Innhalli, bjúgmyndun.

Orsakir: Þyngdaraukning, hormóna breytingar, flatari fótur (skekkjur í ökklum og hælum).

Einkenni: Verkir í hælunum, sinadráttur undir iljum, æðahnútar.

Meðferð og fyrirbyggjandi aðgerðir: Innlegg með stuðningi undir ilina og hækkun undir innanverðan hælinn. Mjúkir og víðir skór, helst með teygjanlegri yfirbyggingu. Nudd undir iljarnar.þungun-og-fætur-2


Útvöxtur á 1. eða 5. Tábergslið (Hallus valgus)

útvöxtur

 

Skilgreining: Áberandi útvöxtur á innanverðum fætinum í kringum.

Orsakir: Oft of litlum skóm og/eða of þröngum /támjóum skóm kennt um. Við vitum líka að þessi útvöxtur erfist, við sjáum mjög oft sigið táberg þegar um útvögt er að ræða, hvort sem það er orsök eða afleiðing. Orsökin fyrir útvexti á utanverðum fætinum í kringum 5 tábergsliðinn er yfirleitt að þunginn er óeðlilega mikill á litla liðnum.

Einkenni: Bólga, þroti og/eða eymsli á innanverðri hlið stórutáar.

Meðferð og fyrirbyggjandi aðgerðir:  Breiðir skór með teygjanlegu efni í yfirbyggingunni. Innlegg sem styðja við tábergið og undir ilina (Stærri flötur sem tekur við þyngdinni), hulstur utan um tána, sérstök næturspelka.útvöxtur-2


Verkur í hæl (hælspori)

verkur-í-hælSkilgreining: Mikil óþægindi í hælnum, stundum fyrir framan hælinn og stundum upp í hásin.

Orsakir: Bólgur í sinabreiðunni (Plantar fasciitis) oft vegna mikilshöggálags á hælinn (þekkt meðal krakka í boltaíþróttum), stundum er orsökin lélegur skóbúnaður, oft hjá þeim sem eru að vinna á fótunum.

Einkenni: Verkur undir hælnum eða rétt fyrir aftan hann þar sem sinin festist við hælin.

Meðferð og fyrirbyggjandi aðgerðir: Hælpúði með úrtaki fyrir hælspora, höggdempandi sérgerð innlegg með góðum ilstuðningi. Gelpúði í skónum, verulega höggdempandi skófatnaður (hlaupaskór yfirleitt bestir).

 

verkur-í-hæl-2


Verkur undir tábergi (tábergssig)

verkur-undir-tábergiSkilgreining: Inflammation or pain at the bones and joints at the ball-of-foot.

Orsakir: Thinning out of the fat pad, improper fitting footwear such as shoes with narrow toe boxes, high heels, excessive pressure.

Einkenni: Pain in the region of the foot before the toes.

Meðferð og fyrirbyggjandi aðgerðir: Sérgerð höggdempandi innlegg með góðum púða aftan við tábergsliðina. Passandi skóbúnaður breiðir alveg fram og með höggdempun undir táberginu og góðan veltisóla (Hlaupaskór MBT), gott að líma tábergspúða í fínni skó, sandala og inniskó.

verkur-undir-tábergi-2

 

Verkur í hásin (Hásinabólga)

Achilles-TendonitisSkilgreining: Bólgur, verkir og/eða slit í hásininni sem festist í hælinn.

Orsakir: Of mikill innhalli í hælum og/eða ökklum, lélegur skóbúnaður, of litlar teygjur á kálfavöðvanum.

Einkenni: Skyndilegir slæmir verkir, oft þrálátir.

Meðferð og fyrirbyggjandi aðgerðir: Öflugar teygjuæfingar gerðar reglulega, virk hvíld (ekki mikið álag á hásinina), höggdempandi gelpúðar undir hæla. Oft settur gelpúði í hælin á skónum til að létta aðeins á sininni.

Achilles-Tendonitis-2